Jarðrask, gróðureldar, þurrkar og sjúkdómar hafa hoggið stórt skarð í stofninn og er nú svo komið að dýrin teljast í útrýmingarhættu í þremur ríkjum landsins.
Stjórnvöld hafa verið sökuð um að gera lítið í málefnum þessara ástsælu dýra en árið 2012 voru þau sett á válista. Síðan þá hefur aðeins syrt í álinn hjá þeim og fækkunin hefur haldið áfram.
Rannsóknir benda til að dýrin gætu orðið útdauð á svæðinu fyrir árið 2050, verði ekki gripið til aðgerða.