Í skjóli umræðunnar Sara Björg Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2022 13:31 Flest ef ekki öll erum við sammála um það að vilja búa í samfélagi án ofbeldis. Við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi og jafnrétti ríkir og þar sem ofbeldi er einfaldlega ekki liðið. Undanfarin ár hafa konur um allan heim stigið fram í nafni me too hreyfingarinnar með frásagnir af kynbundnu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ýmist á vinnustöðum, í nánum samböndum eða úti í samfélaginu. Ofbeldið sem er í raun allt frá því að vera ósæmileg hegðun af ýmsum toga og yfir í það að vera mjög alvarleg kynferðisbrot virðast þó ennþá vera sett undir sama hattinn og allir sem því beita skilgreindir sem ofbeldismenn. Hefur það hlotið gagnrýni í umræðunni hversu lítill greinarmunur er gerður á ósæmilegri hegðun og alvarlegum brotum, þó svo að öll ósæmileg hegðun gagnvart konum sé vissulega fordæmd. Víða um heim, þar með talið hér á landi, hefur umræðan verið á þá leið að réttarkerfið hafi í raun brugðist þolendum kynferðisbrota sem hafi ýtt þeim í þá átt að taka málin í sínar eigin hendur svo á þær sé hreinlega hlustað. Má því segja að réttlætiskennd samfélagsins og upplifun þolanda sé á þeim stað að vantraust ríkir gagnvart réttarkerfinu sem hefur leitt til þess að samfélagsmiðlar hafa tekið við ákveðnu hlutverki réttarkerfisins og gegnir í dag veigamiklu hlutverki í frásögnum þolanda. Er það eitt og sér umhugsunarefni fyrir bæði samfélagið okkar en einnig fyrir þá sem starfa í réttarkerfinu og koma að þessum málaflokki. Eiga mál af þessu tagi heima á samfélagsmiðlum og viljum við að meðferð þeirra fari fram hjá almenningi? Hér á landi er tjáningarfrelsið vandlega varið af stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur það óneitanlega gefið þolendum það rými sem þeir þurfa til að segja sögu sína opinberlega. Að sama skapi þarf líka mikið hugrekki til að berskjalda sig með þeim hætti og deila sárri, átakanlegri og persónulegri reynslu sinni. Þegar þolendur stíga fram með upplifun sína og ýmist nafngreina meinta gerendur sína eða gefa skýrar vísbendingar um hvern er rætt hefur það sýnt sig að þeir mega í kjölfarið eiga von á því missa bæði mannorð sitt og afkomu auk þess sem tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs þeirra virðist sjálfkrafa skerðast. Má því segja að það sé í raun refsing samfélagsins sem þeir og jafnvel aðstandendur þeirra standa frammi fyrir, óháð eðli eða alvarleika málsins og án þess að rödd þeirra fái að heyrast. Þegar markmið me too byltingarinnar eru skoðuð virðast þau fyrst og fremst fela í sér að veita þolendum rými til að segja frá ofbeldinu sem þeir upplifðu og að þeim sé trúað þannig að þeir geti skilað skömminni til eiganda sinna, geranda. Er það gert í þeim tilgangi að gerendur gangist við hegðun sinni, skilji að hún hafði skaðleg áhrif á þolandann og axli ábyrgð með því að bæta hegðun sína. Hefur umræðan jafnframt að undanförnu snúist um það hvernig gerendur sýni iðrun og geti axlað ábyrgð á fullnægjandi hátt að mati samfélagsins. Í nýlegu slíku máli vakti það athygli mína að í frásögn þolanda af ofbeldi í nánu sambandi er jafnframt gerð krafa á samfélagið að bregðast við frásögninni með algjörri sniðgöngu á meintum geranda, bæði félagslega og í atvinnulífi. Velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun markmið me too byltingarinnar og hin raunverulega refsing að mati samfélagsins að útskúfa gerendum úr samfélaginu með þessum hætti. Jafnvel þó langt sé liðið frá því að meint brot hafi átt sér stað, gerandi hafi þegar gengist við hegðun sinni og leitað sér faglegrar aðstoðar í þeim tilgangi að bæta hegðun sína. Ef svo er, eiga þá gerendur nokkurn tímann afturkvæmt í samfélagið aftur og hver tekur þá ákvörðun? Við sem samfélag höfum sagt það hátt og skýrt að við sýnum engu ofbeldi umburðarlyndi. Er þá réttlætanlegt að við sem samfélag beitum því í raun sjálf með aðferðum eins og útskúfun og sniðgöngu einstaka einstaklinga í skjóli umræðunnar? Hvað þurfa margir þolendur að berskjalda sig og hvað þarf að útskúfa mörgum meintum gerendum áður en við náum fram þeim breytingum sem við viljum sjá? Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Flest ef ekki öll erum við sammála um það að vilja búa í samfélagi án ofbeldis. Við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi og jafnrétti ríkir og þar sem ofbeldi er einfaldlega ekki liðið. Undanfarin ár hafa konur um allan heim stigið fram í nafni me too hreyfingarinnar með frásagnir af kynbundnu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ýmist á vinnustöðum, í nánum samböndum eða úti í samfélaginu. Ofbeldið sem er í raun allt frá því að vera ósæmileg hegðun af ýmsum toga og yfir í það að vera mjög alvarleg kynferðisbrot virðast þó ennþá vera sett undir sama hattinn og allir sem því beita skilgreindir sem ofbeldismenn. Hefur það hlotið gagnrýni í umræðunni hversu lítill greinarmunur er gerður á ósæmilegri hegðun og alvarlegum brotum, þó svo að öll ósæmileg hegðun gagnvart konum sé vissulega fordæmd. Víða um heim, þar með talið hér á landi, hefur umræðan verið á þá leið að réttarkerfið hafi í raun brugðist þolendum kynferðisbrota sem hafi ýtt þeim í þá átt að taka málin í sínar eigin hendur svo á þær sé hreinlega hlustað. Má því segja að réttlætiskennd samfélagsins og upplifun þolanda sé á þeim stað að vantraust ríkir gagnvart réttarkerfinu sem hefur leitt til þess að samfélagsmiðlar hafa tekið við ákveðnu hlutverki réttarkerfisins og gegnir í dag veigamiklu hlutverki í frásögnum þolanda. Er það eitt og sér umhugsunarefni fyrir bæði samfélagið okkar en einnig fyrir þá sem starfa í réttarkerfinu og koma að þessum málaflokki. Eiga mál af þessu tagi heima á samfélagsmiðlum og viljum við að meðferð þeirra fari fram hjá almenningi? Hér á landi er tjáningarfrelsið vandlega varið af stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur það óneitanlega gefið þolendum það rými sem þeir þurfa til að segja sögu sína opinberlega. Að sama skapi þarf líka mikið hugrekki til að berskjalda sig með þeim hætti og deila sárri, átakanlegri og persónulegri reynslu sinni. Þegar þolendur stíga fram með upplifun sína og ýmist nafngreina meinta gerendur sína eða gefa skýrar vísbendingar um hvern er rætt hefur það sýnt sig að þeir mega í kjölfarið eiga von á því missa bæði mannorð sitt og afkomu auk þess sem tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs þeirra virðist sjálfkrafa skerðast. Má því segja að það sé í raun refsing samfélagsins sem þeir og jafnvel aðstandendur þeirra standa frammi fyrir, óháð eðli eða alvarleika málsins og án þess að rödd þeirra fái að heyrast. Þegar markmið me too byltingarinnar eru skoðuð virðast þau fyrst og fremst fela í sér að veita þolendum rými til að segja frá ofbeldinu sem þeir upplifðu og að þeim sé trúað þannig að þeir geti skilað skömminni til eiganda sinna, geranda. Er það gert í þeim tilgangi að gerendur gangist við hegðun sinni, skilji að hún hafði skaðleg áhrif á þolandann og axli ábyrgð með því að bæta hegðun sína. Hefur umræðan jafnframt að undanförnu snúist um það hvernig gerendur sýni iðrun og geti axlað ábyrgð á fullnægjandi hátt að mati samfélagsins. Í nýlegu slíku máli vakti það athygli mína að í frásögn þolanda af ofbeldi í nánu sambandi er jafnframt gerð krafa á samfélagið að bregðast við frásögninni með algjörri sniðgöngu á meintum geranda, bæði félagslega og í atvinnulífi. Velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun markmið me too byltingarinnar og hin raunverulega refsing að mati samfélagsins að útskúfa gerendum úr samfélaginu með þessum hætti. Jafnvel þó langt sé liðið frá því að meint brot hafi átt sér stað, gerandi hafi þegar gengist við hegðun sinni og leitað sér faglegrar aðstoðar í þeim tilgangi að bæta hegðun sína. Ef svo er, eiga þá gerendur nokkurn tímann afturkvæmt í samfélagið aftur og hver tekur þá ákvörðun? Við sem samfélag höfum sagt það hátt og skýrt að við sýnum engu ofbeldi umburðarlyndi. Er þá réttlætanlegt að við sem samfélag beitum því í raun sjálf með aðferðum eins og útskúfun og sniðgöngu einstaka einstaklinga í skjóli umræðunnar? Hvað þurfa margir þolendur að berskjalda sig og hvað þarf að útskúfa mörgum meintum gerendum áður en við náum fram þeim breytingum sem við viljum sjá? Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar