Vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina: „Maður á það til að týnast í tímalínunni hjá öðrum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. febrúar 2022 21:23 Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Vísir/Egill Símfyrirtækið Nova segist vilja bæta geðheilbrigði viðskiptavina sinna með því að bjóða þeim ódýra sálfræðiþjónustu. Þingmaður Viðreisnar fagnar því að fyrirtæki séu farin að huga að málaflokknum en segir kaldhæðnislegt að þau séu á undan ríkinu að reyna að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg. Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Það hefur lengi tíðkast hjá símfyrirtækjum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alls konar tveir fyrir einn tilboð. Nýjasta tilboð Nova hefur vakið talsverða athygli en það er á sálfræðiþjónustu á netinu hjá sálfræðistofunni Mín líðan. „Ástæðan fyrir því að Nova er yfir höfuð að tala um geðrækt er að okkar neikvæða spor er minna um umhverfið og meira um samfélagið,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova. Nova sé að selja aðgang að internetinu og snjalltækjum sem fylgi ákveðnar skuggahliðar. „Maður á það svona til að til að týnast í tímalínunni hjá öðrum og gleyma sér í glansmyndunum og gleyma svolítið sjálfum sér. Þannig það er mikilvægt að gera hluti fyrir þig og taka tíma frá símanum fyrir þig,“ segir Katrín. Þó fylgi tækninni auðvitað margir kostir eins og til dæmis rafræna sálfræðiþjónustan, sem hentar ekki síður fólki á landsbyggðinni. Segir lögin standa eftir hljóð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ánægð með að fyrirtæki vilji aðstoða kúnna sína að nálgast ódýrari sálfræðiþjónustu. „Það blasir auðvitað við að þegar fólk þarf að borga 15 til 20 þúsund krónur, segjum til dæmis bara foreldrar fyrir börnin sín, þá fer bara að skipta verulegu máli hverjir foreldrarnir eru. Og það er réttlætismál,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður. Hún hefur þó miklu stærri hugmyndir til að ná markmiði um ódýra sálfræðiþjónustu en 2 fyrir 1 tilboð hjá símfyrirtæki. Viðreisn leiddi breytingar á lögum fyrir tveimur árum sem gerðu það að verkum að Sjúkratryggingar Íslands gætu samið við sálfræðistofur. Þannig hefur leiðin að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu af ríkinu hefur þegar verið rudd. „Þessi heimild hefur ekki verið nýtt. Það hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkisstjórninni inn í þessa sálfræðiþjónustu. Þannig að lögin standa eiginlega bara eftir hljóð. Það er heimild en ekki fjármagn. Og það endurspeglar auðvitað bara í mínum huga fyrst og fremst pólitískan vilja og áhugaleysi á þessu máli,“ segir Þorbjörg.
Fjarskipti Geðheilbrigði Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira