Sýndir verða tveir leikir í Subwaydeild karla á Stöð 2 Sport. Klukkan 18:05 mætast Grindavík og Valur og klukkan 20:05 er komið að leik Keflavíkur og Breiðabliks. Strax í kjölfarið eru Tilþrifin, umfjöllunarþáttur um leiki kvöldsins.
Seinni Bylgjan fjallar um nýliðna umferð í Olís deild kvenna klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4.
Þá er sýnt frá ítalska boltanum en klukkan 19:30 mætast Spezia og Fiorentina á Stöð 2 Sport 3.
Enska 1. deildin er á sínum stað og leikur West Brom og Blackburn fer af stað klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport 2.