Þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2022 07:01 Seth Curry og Ben Simmons eru mættir til Brooklyn. Tim Nwachukwu/Getty Images Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027. „Mér fannst Nets koma mjög vel út úr þessu. Fá þessi tvö „pick,“ Seth Curry er bara mjög frambærilegur NBA-leikmaður. Ben Simmons kemur náttúrulega inn sem ákveðið spurningamerki, en ef þeir ætla að – eins og maður ímynda sér – að spila honum í fjarkanum og hann fái loksins að spila þá sem stöðu sem margir eru að bíða eftir,“ sagði Tómas Steindórsson um vistaskipti Simmons og Harden. „Ég held að hann gæti komið mjög vel inn í þetta en aftur á móti þá eru ekkert rosalega margir leikir eftir og Kyrie Irving getur spilað átta leiki í viðbót, Kevin Durant er meiddur. Þeir eru í smá séns að missa af úrslitakeppninni þetta tímabilið og svo er ekki vitað hvenær Ben Simmons fer raunverulega af stað. Ég myndi halda að það væri rosalegur þungi á Seth Curry núna að stíga upp og skora einhverja punkta,“ bætti Tómas við. „Mér finnst þetta of mikið gefið hjá Philadelphia fyrir 33 ára James Harden sem er mögulega að trenda í öfuga átt. Þeir eru augljóslega í að „vinna núna“ hjá Philadelphia og þurftu svo sem að vera það með Joel Embiid á besta aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skiptin og hélt svo áfram. „Mér finnst þetta aðeins of mikið gefið. Bæði missa þeir Curry úr liðinu og þessa valrétti en þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn og gerir þá að miklu betra varnarliði. Leyfir Kyrie og Durant að taka stjórnina sóknarlega.“ Þáttastjórnandinn Sigurður Orri Kristjánsson var ekki alveg sammála þeim Tómasi og Herði. Sjá má viðbrögð hans og hvert umræðan fór í spilaranum hér að neðan. Til að mynda lofræðu Tómasar um Ben Simmons. Klippa: Lögmál Leiksins um Simmons og Harden skiptin Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
„Mér fannst Nets koma mjög vel út úr þessu. Fá þessi tvö „pick,“ Seth Curry er bara mjög frambærilegur NBA-leikmaður. Ben Simmons kemur náttúrulega inn sem ákveðið spurningamerki, en ef þeir ætla að – eins og maður ímynda sér – að spila honum í fjarkanum og hann fái loksins að spila þá sem stöðu sem margir eru að bíða eftir,“ sagði Tómas Steindórsson um vistaskipti Simmons og Harden. „Ég held að hann gæti komið mjög vel inn í þetta en aftur á móti þá eru ekkert rosalega margir leikir eftir og Kyrie Irving getur spilað átta leiki í viðbót, Kevin Durant er meiddur. Þeir eru í smá séns að missa af úrslitakeppninni þetta tímabilið og svo er ekki vitað hvenær Ben Simmons fer raunverulega af stað. Ég myndi halda að það væri rosalegur þungi á Seth Curry núna að stíga upp og skora einhverja punkta,“ bætti Tómas við. „Mér finnst þetta of mikið gefið hjá Philadelphia fyrir 33 ára James Harden sem er mögulega að trenda í öfuga átt. Þeir eru augljóslega í að „vinna núna“ hjá Philadelphia og þurftu svo sem að vera það með Joel Embiid á besta aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skiptin og hélt svo áfram. „Mér finnst þetta aðeins of mikið gefið. Bæði missa þeir Curry úr liðinu og þessa valrétti en þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn og gerir þá að miklu betra varnarliði. Leyfir Kyrie og Durant að taka stjórnina sóknarlega.“ Þáttastjórnandinn Sigurður Orri Kristjánsson var ekki alveg sammála þeim Tómasi og Herði. Sjá má viðbrögð hans og hvert umræðan fór í spilaranum hér að neðan. Til að mynda lofræðu Tómasar um Ben Simmons. Klippa: Lögmál Leiksins um Simmons og Harden skiptin Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira