Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Mitch Freeley sem starfar fyrir beIN Sports og er sérfræðingur um katarska boltann.
Heimir hefur verið án þjálfarastarfs síðan að hann hætti sem þjálfari Al Arabi í fyrravor. Hann hafði þá starfað í Katar í tvö og hálft ár, en Al Arabi var liðið sem hann tók við eftir að hafa stýrt Íslandi á HM 2018 og EM 2016.
„Þessi fyrrverandi þjálfari Íslands skilaði góðu verki hjá Arabi og gæti hentað vel fyrir Al Rayyan… bara benda á það,“ skrifar Freeley á Twitter þar sem hann bendir á að Heimir gæti viljað snúa aftur til Katar.
— Mitch Freeley (@mitchos) February 15, 2022
Former Al Arabi boss Heimir Hallgrímsson is reportedly interested in a return to the QSL.
Former Iceland boss did a good job at Arabi and could be a good fit at Al Rayyan just sayin #VivaQSL pic.twitter.com/JKbezZxsIF
Al Rayyan rak á dögunum Frakkann Laurent Blanc en hefur þó fengið Sílemanninn Nicolás Córdova, þjálfara U23-landsliðs Katar, til að stýra liðinu.
Al Rayyan er í 9. sæti af 12 liðum katörsku úrvalsdeildarinnar. Á meðal leikmanna liðsins eru Kólumbíumaðurinn James Rodriguez og Frakkinn Steven Nzonzi.