Góðum styrktaræfingum blandað saman í skemmtilegum lotum þar sem unnið er með þrjár æfingar í hverri lotu sem gerðar eru í 30 sekúndur hver.
Áhöldin sem þarf fyrir þessa æfingu er dýna, stóll og eitt handlóð. Þeir sem eiga ekki handlóð geta notað fulla vatnsflösku eða aðra þyngd.
Líkt og alltaf er æfingin í kringum fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert æfinguna oftar en einu sinni. Í þáttunum Hreyfum okkur saman fer Anna Eiríks yfir einfaldar æfingar sem hægt er að gera heimavið. Þættirnir koma út á mánudögum og fimmtudögum á á Lífinu á Vísi og Stöð 2+. Eldri þætti má finna HÉR.