Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 14:00 Michael Masi var í mikilli ábyrgðarstöðu eins og kom vel í ljós í lokakeppni síðasta tímabils. Getty/Bryn Lennon Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri F1, tók umdeilda ákvörðun í lok síðustu keppni formúlunnar í fyrra og það virðist nú hafa orðið honum að falli því hann hefur þurft að taka pokann sinn. Breaking news: Michael Masi removed from role as F1 race director https://t.co/BVQlmQIcRT— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2022 Það var gríðarleg spenna í síðustu formúlu keppni 2021 tímabilsins sem fór fram í Abú Dabí þar sem Lewis Hamilton og Max Verstappen börðumst um heimsmeistaratitilinn. Spennan hélst allt til loka kappakstursins en þar gaf ákvörðun Masi, Verstappen tækifæri til að komast fram úr Hamilton og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Verstappen var þá á mun betri dekkjum en Hamilton og átti tiltölulega auðvelt með að komast fram úr og tryggja sér sigurinn. Breaking: Michael Masi loses F1 race director role after last season's Abu Dhabi title-decider chaos https://t.co/KamvbPjdb5— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 17, 2022 Hamilton var búinn að vinna heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og sjö sinnum alls en Verstappen vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, hefur nú tilkynnt um röð breytinga eftir ítarlega úttekt á því sem gerðist í þessum umdeilda kappakstri. Masi fylgdi ekki reglunum í lok keppninnar þegar öryggisbíll kom inn á brautina í lokin. Það hafði bein áhrif á úrslitin. Það er ekki einn heldur tveir sem koma í stað Masi en nýir keppnisstjórar munu hér eftir skiptast á að stýra málum í formúlunni. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri F1, tók umdeilda ákvörðun í lok síðustu keppni formúlunnar í fyrra og það virðist nú hafa orðið honum að falli því hann hefur þurft að taka pokann sinn. Breaking news: Michael Masi removed from role as F1 race director https://t.co/BVQlmQIcRT— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2022 Það var gríðarleg spenna í síðustu formúlu keppni 2021 tímabilsins sem fór fram í Abú Dabí þar sem Lewis Hamilton og Max Verstappen börðumst um heimsmeistaratitilinn. Spennan hélst allt til loka kappakstursins en þar gaf ákvörðun Masi, Verstappen tækifæri til að komast fram úr Hamilton og tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Verstappen var þá á mun betri dekkjum en Hamilton og átti tiltölulega auðvelt með að komast fram úr og tryggja sér sigurinn. Breaking: Michael Masi loses F1 race director role after last season's Abu Dhabi title-decider chaos https://t.co/KamvbPjdb5— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 17, 2022 Hamilton var búinn að vinna heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð og sjö sinnum alls en Verstappen vann þarna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, hefur nú tilkynnt um röð breytinga eftir ítarlega úttekt á því sem gerðist í þessum umdeilda kappakstri. Masi fylgdi ekki reglunum í lok keppninnar þegar öryggisbíll kom inn á brautina í lokin. Það hafði bein áhrif á úrslitin. Það er ekki einn heldur tveir sem koma í stað Masi en nýir keppnisstjórar munu hér eftir skiptast á að stýra málum í formúlunni.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira