Vonast til að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyjar Sigrún Guðjohnsen skrifar 18. febrúar 2022 19:01 Ljósmynd/ Tordis Vang Koyri heim er fyrsta lagið frá nýjustu plötu hinnar verðlaunuðu færeysku hljómsveit, Einangran. Hún samanstendur af Heiðrikur á Heygum og Leu Kampmann, sem eiga bæði sterkar rætur á Íslandi þar sem lagið var tekið upp með upptökustjóranum Janus Rasmussen (Kiasmos/Bloodgroup) og Sakaris Joensen (Sakaris/Boncyan) í hljóðverinu þeirra í Reykjavík. Úr verður draumkennd diskótónlist blönduð við syntha "scape" sem minnir á 9. áratuginn. „Koyri heim sem þýðir á íslensku Keyri heim, fjallar um einhvern sem velur að keyra til baka til manneskju, fyrrverandi sem viðkomandi sér eftir því að hafa hætt með,“ útskýrir Lea en myndbandið við lagið fangar augnablikið þegar sögumaðurinn keyrir til baka heim til fyrrverandi. Nafnið Einangran þýðir einangrun á færeysku, sem er mjög táknrænt fyrir það hvernig tvíeykið varð til. Heiðrikur, sem er útskrifaður úr Listaháskóla Íslands, var einungis þrjá daga frá því að flytja til baka til Íslands og Lea var á leið sinni til að heimsækja móður sína í Kaupmannahöfn þegar fyrsta kórónuveiruútgöngubannið færði þau saman í sömu íbúðinni í Danmörku. Þessir tveir söngvarar og lagahöfundar ákváðu að hefja samstarf, og í fyrsta skipti á þeirra ferli, skrifa tónlist á þeirra móðurmáli sem er einungis talað af rétt rúmlega 72.000 manns. Heiðrikur segir alltaf hafa dreymt um að gera eitthvað færeyskt en aldrei þorað. „Lea er miklu hugrakkari en ég þegar kemur að því að syngja á færeysku. Hún virkilega ýtti mér og ég er mjög ánægður með hvað við fengum út úr því.“ Í gegnum þeirra nýjustu útgáfu og tónlistarmyndband fyrir Koyri Heim, vonast þau til að styrkja tengslin á milli Íslands og Færeyjar.Ljósmynd/Tordis Vang Fyrsta breiðskífa Einangran kemur út í lok ársins og fylgir á eftir EP plötu sem er skírð í höfuðið á hljómsveitinni. Platan inniheldur lagið Kanska sem vann til verðlauna á Færeysku tónlistarverðlaununum auk þess voru þau fengin til að flytja tónlistina sína fyrir Danadrottningu þegar hún heimsótti Færeyjar. Heiðrikur segir að Íslendingar og Færeyingar eigi svo margt sameiginlegt. „Þið eruð eins og stóri bróður okkar. Bæði í myndlist og í tónlist. Við vonumst til að geta byggt skapandi brú á milli þessara landa. Við gætum búið til svo mikið af mögnuðu samstarfi.“ Lea segist vera mjög sammála því. „Já, við eigum svo mikið sameiginlegt að það virðist næstum vera skrítið að við höfum ekkert gert með það ennþá.“ Tvíeykið vonar að þetta verði bara byrjunin á einhverju mögnuðu og eru að skipuleggja tónleikaferðalag um Ísland í kjölfar útgáfunnar, seinna á þessu ári. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun
Úr verður draumkennd diskótónlist blönduð við syntha "scape" sem minnir á 9. áratuginn. „Koyri heim sem þýðir á íslensku Keyri heim, fjallar um einhvern sem velur að keyra til baka til manneskju, fyrrverandi sem viðkomandi sér eftir því að hafa hætt með,“ útskýrir Lea en myndbandið við lagið fangar augnablikið þegar sögumaðurinn keyrir til baka heim til fyrrverandi. Nafnið Einangran þýðir einangrun á færeysku, sem er mjög táknrænt fyrir það hvernig tvíeykið varð til. Heiðrikur, sem er útskrifaður úr Listaháskóla Íslands, var einungis þrjá daga frá því að flytja til baka til Íslands og Lea var á leið sinni til að heimsækja móður sína í Kaupmannahöfn þegar fyrsta kórónuveiruútgöngubannið færði þau saman í sömu íbúðinni í Danmörku. Þessir tveir söngvarar og lagahöfundar ákváðu að hefja samstarf, og í fyrsta skipti á þeirra ferli, skrifa tónlist á þeirra móðurmáli sem er einungis talað af rétt rúmlega 72.000 manns. Heiðrikur segir alltaf hafa dreymt um að gera eitthvað færeyskt en aldrei þorað. „Lea er miklu hugrakkari en ég þegar kemur að því að syngja á færeysku. Hún virkilega ýtti mér og ég er mjög ánægður með hvað við fengum út úr því.“ Í gegnum þeirra nýjustu útgáfu og tónlistarmyndband fyrir Koyri Heim, vonast þau til að styrkja tengslin á milli Íslands og Færeyjar.Ljósmynd/Tordis Vang Fyrsta breiðskífa Einangran kemur út í lok ársins og fylgir á eftir EP plötu sem er skírð í höfuðið á hljómsveitinni. Platan inniheldur lagið Kanska sem vann til verðlauna á Færeysku tónlistarverðlaununum auk þess voru þau fengin til að flytja tónlistina sína fyrir Danadrottningu þegar hún heimsótti Færeyjar. Heiðrikur segir að Íslendingar og Færeyingar eigi svo margt sameiginlegt. „Þið eruð eins og stóri bróður okkar. Bæði í myndlist og í tónlist. Við vonumst til að geta byggt skapandi brú á milli þessara landa. Við gætum búið til svo mikið af mögnuðu samstarfi.“ Lea segist vera mjög sammála því. „Já, við eigum svo mikið sameiginlegt að það virðist næstum vera skrítið að við höfum ekkert gert með það ennþá.“ Tvíeykið vonar að þetta verði bara byrjunin á einhverju mögnuðu og eru að skipuleggja tónleikaferðalag um Ísland í kjölfar útgáfunnar, seinna á þessu ári. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun