Leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun Heimsljós 18. febrúar 2022 15:01 UNOCHA/Maxime Nama Í vikunni var haldinn í Ósló alþjóðlegur leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun. Talið er að 15 prósent jarðarbúa, einn milljarður manna, sé með fötlun. Af þeim búa 80 prósent í lág- og millitekjuríkjum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í frétt að fólk með fötlun á Íslandi sé um 55 þúsund talsins. Noregur, Gana og alþjóðlegt bandalag um fötlun (IDA) héldu leiðtogafundinn - The Global Disability Summit - sem fór að mestu leyti fram með fjarfundabúnaði. Markmið fundarins var að „fylkja liði um skuldbindingar til að greiða fyrir breytingum og aðgerðum til að auka þátttöku fólks sem glímir við fötlun í samfélaginu,“ eins og segir í frétt UNRIC. Þar kemur fram að milljónir fólks með fötlun líði fyrir fordóma, mismunun og hindranir, sem standi í vegi fyrir fullri þjóðfélagsþátttöku. „Fatlað fólk hefur einnig orðið sérstaklega hart úti í COVID-19 faraldrinum. Hlutfallslega fleiri í þeim hópi hafa látist vegna þrálátra tálmana í heilbrigðiskerfum. Þá hafa margir nemendur með fötlun ekki fengið aðgang að tækni og hjálpargögnum til að geta stundað fjarnám með skilvirkum hætti. Víða hefur fatlað fólk misst vinnuna.“ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi til fundarins að fólk með fötlun hafi verið fyrst til að þola brottrekstur og síðast til að vera endurráðið. Þá hafi konur og stúlkur í þessum hópi orðið enn frekar fyrir barðinu á ofbeldi og misnotkun. „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur fram á, með sársaukafullum hætti, brýna nauðsyn þess að við vinnum öll saman að því að efla réttindi fatlaðs fólks um allan heim.“ Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði í opnunarræðu: „Það eru aðeins átta ár til stefnu að hrinda í framkvæmd ákvæðum heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Við verðum því að sjá til þess að fólk með fötlun geti tekið fullan þátt í félagslegri- og efnahagslegri þróun til jafns við aðra í samfélaginu.“ Auk forsætisráðherra Noregs og Nana Addo Dankwa Akufo-Addo forseta Gana ávörpuðu fulltrúar fimmtán ríkisstjórna fundinn. Fjöldi stofnana Sameinuðu þjóðanna og samtaka á borð við Rauða Krossinn og Save the Chiledren - Barnaheill tóku þátt í fundinum. Alls voru 4400 fulltrúar á leiðtogafundinum og 2200 á sérstökum ungmennafundi, að sögn UNRIC. Þetta er annar leiðtogafundurinn á heimsvísu sem haldinn er um stöðu fólks með fatlanir en hinn fyrri fór fram í London árið 2018. Vefur fundarins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Noregur Gana Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í frétt að fólk með fötlun á Íslandi sé um 55 þúsund talsins. Noregur, Gana og alþjóðlegt bandalag um fötlun (IDA) héldu leiðtogafundinn - The Global Disability Summit - sem fór að mestu leyti fram með fjarfundabúnaði. Markmið fundarins var að „fylkja liði um skuldbindingar til að greiða fyrir breytingum og aðgerðum til að auka þátttöku fólks sem glímir við fötlun í samfélaginu,“ eins og segir í frétt UNRIC. Þar kemur fram að milljónir fólks með fötlun líði fyrir fordóma, mismunun og hindranir, sem standi í vegi fyrir fullri þjóðfélagsþátttöku. „Fatlað fólk hefur einnig orðið sérstaklega hart úti í COVID-19 faraldrinum. Hlutfallslega fleiri í þeim hópi hafa látist vegna þrálátra tálmana í heilbrigðiskerfum. Þá hafa margir nemendur með fötlun ekki fengið aðgang að tækni og hjálpargögnum til að geta stundað fjarnám með skilvirkum hætti. Víða hefur fatlað fólk misst vinnuna.“ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi til fundarins að fólk með fötlun hafi verið fyrst til að þola brottrekstur og síðast til að vera endurráðið. Þá hafi konur og stúlkur í þessum hópi orðið enn frekar fyrir barðinu á ofbeldi og misnotkun. „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur fram á, með sársaukafullum hætti, brýna nauðsyn þess að við vinnum öll saman að því að efla réttindi fatlaðs fólks um allan heim.“ Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði í opnunarræðu: „Það eru aðeins átta ár til stefnu að hrinda í framkvæmd ákvæðum heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Við verðum því að sjá til þess að fólk með fötlun geti tekið fullan þátt í félagslegri- og efnahagslegri þróun til jafns við aðra í samfélaginu.“ Auk forsætisráðherra Noregs og Nana Addo Dankwa Akufo-Addo forseta Gana ávörpuðu fulltrúar fimmtán ríkisstjórna fundinn. Fjöldi stofnana Sameinuðu þjóðanna og samtaka á borð við Rauða Krossinn og Save the Chiledren - Barnaheill tóku þátt í fundinum. Alls voru 4400 fulltrúar á leiðtogafundinum og 2200 á sérstökum ungmennafundi, að sögn UNRIC. Þetta er annar leiðtogafundurinn á heimsvísu sem haldinn er um stöðu fólks með fatlanir en hinn fyrri fór fram í London árið 2018. Vefur fundarins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Noregur Gana Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent