Ísmaðurinn með tvo níu pílna leiki sama kvöldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 17:00 Gerwyn Price sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi. getty/Rob Newell Það er ekki á hverjum degi sem keppandi nær níu pílna leik, hvað þá tvisvar sinnum sama kvöldið. En Gerwyn Price afrekaði það í úrvalsdeildinni í pílukasti í Belfast í gær. Walesverjinn var í miklum ham í gær. Í leikjunum þremur tók hann einu sinni 170 út, fékk tólf sinnum 180 og var með meðaltalið 107,58. Og var með tvo níu pílna leiki, það er að taka út 501 með aðeins níu pílum sem er það minnsta sem hægt er. Í átta liða úrslitunum á þriðja keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar vann Price Michael Smith, 6-3. Ísmaðurinn fylgdi því eftir með því að vinna Michael van Gerwen í undanúrslitunum, 6-5. Þar náði hann níu pílna leik. Hann endurtók leikinn í úrslitunum þar sem hann vann James Wade, 6-4. Fyrir sigurinn fékk Price fimm stig og tíu þúsund pund. Hann er nú aðeins einu stigi á eftir efsta manni úrvalsdeildarinnar, landa sínum Jonny Clayton. ...If you missed it last night... we've got you covered! Revel in the moment Gerwyn Price landed not one, but two nine-darters in Belfast Stunning pic.twitter.com/CotVGbthGC— PDC Darts (@OfficialPDC) February 18, 2022 „Mér fannst ég ekki geta klúðrað. Ég er að spila vel og líður vel. Það skýrist að miklu leyti að ég hef hugsað vel um mig og mætt í ræktina. Ég er næstum því að komast í mitt besta form og gæti verið kominn þangað,“ sagði Price. Þrátt fyrir að árið 2022 sé ekki gamalt hefur Price náð þremur níu pílna leikjum á því. Hann náði einnig níu pílna leik í viðureigninni gegn Smith í átta liða úrslitum HM á nýársdag. Price tapaði þeim leik reyndar, 5-4. Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Exeter 3. mars næstkomandi. Pílukast Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Walesverjinn var í miklum ham í gær. Í leikjunum þremur tók hann einu sinni 170 út, fékk tólf sinnum 180 og var með meðaltalið 107,58. Og var með tvo níu pílna leiki, það er að taka út 501 með aðeins níu pílum sem er það minnsta sem hægt er. Í átta liða úrslitunum á þriðja keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar vann Price Michael Smith, 6-3. Ísmaðurinn fylgdi því eftir með því að vinna Michael van Gerwen í undanúrslitunum, 6-5. Þar náði hann níu pílna leik. Hann endurtók leikinn í úrslitunum þar sem hann vann James Wade, 6-4. Fyrir sigurinn fékk Price fimm stig og tíu þúsund pund. Hann er nú aðeins einu stigi á eftir efsta manni úrvalsdeildarinnar, landa sínum Jonny Clayton. ...If you missed it last night... we've got you covered! Revel in the moment Gerwyn Price landed not one, but two nine-darters in Belfast Stunning pic.twitter.com/CotVGbthGC— PDC Darts (@OfficialPDC) February 18, 2022 „Mér fannst ég ekki geta klúðrað. Ég er að spila vel og líður vel. Það skýrist að miklu leyti að ég hef hugsað vel um mig og mætt í ræktina. Ég er næstum því að komast í mitt besta form og gæti verið kominn þangað,“ sagði Price. Þrátt fyrir að árið 2022 sé ekki gamalt hefur Price náð þremur níu pílna leikjum á því. Hann náði einnig níu pílna leik í viðureigninni gegn Smith í átta liða úrslitum HM á nýársdag. Price tapaði þeim leik reyndar, 5-4. Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Exeter 3. mars næstkomandi.
Pílukast Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira