Saga stóð uppi í hárinu á Dusty Snorri Rafn Hallsson skrifar 19. febrúar 2022 13:01 Dusty hafði tapað 2 af síðustu 3 leikjum sínum, nokkuð sem ekki hefur sést lengi. Segja sumir að Dusty sé í örlítilli brekku sem er þó ekki mikið brattari en Himmelbjerget. Dusty vann báðar fyrri viðureignirnar gegn Sögu, þá fyrstu 16–10, þá næstu 16–4 og leikurinn í gærkvöldi því eiginlegur skyldusigur. Saga var í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig og á leiðinni inn í erfiðan pakka enda Dusty, Ármann, Vallea og Þór fram undan. Í fyrri hringjum hefur Saga aðeins haft betur gegn Ármanni af þessum liðum og því mikilvægt að Saga myndi mæta til leiks í toppformi í gærkvöldi. Að sjálfsögðu mættust þessi lið í Nuke, en það er eitt uppáhaldskort beggja liða. Dusty pökkuðu Sögu í hnífalotunni og hófu leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Leikmenn Sögu óðu inn á sprengjusvæðið strax í upphafi, komu sprengjunni fyrir og vörðu hana snyrtilega til að krækja sér í fyrstu lotu leiksins. Næsta lota var einnig auðveld fyrir Sögu þar sem Brnr felldi fjóra andstæðinga og þrátt fyrir góða viðspyrnu náði Guddi að sækja þriðju lotuna í röð fyrir Sögu. Sá sigur reyndist þó dýr og var Dusty ekki lengi að finna taktinn og jafna. Hvar svo sem Saga reyndi að finna sér leið voru Dusty menn tilbúnir að taka á móti þeim og taka niður. Thorsteinn F var öflugur á vappanum og Cryths fylgdi opnunum vel eftir. Dusty komst þannig í stöðuna 8–3 áður en langt um leið. Vel staðsettir Dusty menn stöðvuðu allar sóknir Sögu sem voru orðnar heldur einsleitar og fyrirsjáanlegar. Eftir þennan öfluga sprett hjá Dusty fann Saga loks lausn á vandamálinu. Með því að koma í bakið á dusty og ná tökum á útisvæðinu tókst þeim að snúa Dusty úr stöðum sínum og nýta sér tækifærið til að sjá við þeim. Þegar hálfleiknum lauk hafði Saga unnið 4 lotur í röð og staðan ansi jöfn. Staða í hálfleik: Dusty 8 – 7 Saga Dusty sóttu af krafti í upphafi síðari hálfleiks, unnu skammbyssulotuna, vopnuðust vel og komu sprengjunni fyrir. Leikmenn Sögu fóru sér varlega í vörninni en stóðust ekki pressuna frá Dusty. Slæmur efnahagur gerði það svo að verkum að leikmenn sögu voru gjarnan fátæklega vopnbúnir. Enduðu leikmenn Sögu því oft einir eftir og gátu lítið gert til þess að sporna við sóknum Dusty. Eftir fimm tapaðar lotur í röð var Saga einungis með skammbyssur í vopnabúrinu en lét þær telja. Þeim tókst að fella leikmenn Dusty og hafa af þeim byssurnar og vinna lotu. Dusty svaraði um hæl og komst í stöðuna 14–8 en Saga var komin á bragðið. Tók þá við glæsilegur sprettur hjá Sögu. Veiktu þeir sókn Dusty snemma í lotunum og áttu auðvelt með að aftengja sprengjurnar. Brnr felldi fjóra leikmenn í 24. lotu og þurfti Dusty þá að reiða sig á skammbyssur. Það fór ekki betur en svo að Saga pakkaði þeim saman og hélt áfram að minnka muninn. Með byr undir báðum vængjum vann Saga næstu tvær lotur og hélt efnahag Dusty í skefjum. Var staðan því orðin 14–13 fyrir Dusty og Saga við það að jafna þegar Dusty náði tökum á kortinu og kom sprengjunni fyrir gegn vængbrotnum leikmönnum Sögu. Þurfti Dusty þá einungis eina lotu til að vinna leikinn. Saga gafst ekki upp svo auðveldlega. Brnr og ADHD skelltu í lás og þurftu Cryths og leFluff að finna einhverjar lausnir. Cryths var felldur um hæl af Skoon og Dom felldi leFluff. Í 30. lotu börðust liðin því um hvort Dusty myndi vinna eða hvort Saga næði að knýja fram framlengingu. Dusty fór á leifturhraða inn á sprengjusvæði B. Þar hafði Dusty betur í einvígunum og var allt á herðum ADHD á vappanum. ThorsteinnF kláraði hann og Dusty vann. Tæpara gat það ekki verið. Lokastaða: Dusty 16 – 14 Saga Sigurinn var virkilega mikilvægur fyrir Dusty sem halda sér enn öruggum á toppnum. Ljósleiðaradeildin tekur sér frí í næstu viku og fer 17. umferðin því fram dagana 1. og 4. mars. Þriðjudaginn 1. mars tekur Saga á móti Vallea en föstudaginn 4. mars mætast Dusty og Kórdrengir. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Dusty hafði tapað 2 af síðustu 3 leikjum sínum, nokkuð sem ekki hefur sést lengi. Segja sumir að Dusty sé í örlítilli brekku sem er þó ekki mikið brattari en Himmelbjerget. Dusty vann báðar fyrri viðureignirnar gegn Sögu, þá fyrstu 16–10, þá næstu 16–4 og leikurinn í gærkvöldi því eiginlegur skyldusigur. Saga var í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig og á leiðinni inn í erfiðan pakka enda Dusty, Ármann, Vallea og Þór fram undan. Í fyrri hringjum hefur Saga aðeins haft betur gegn Ármanni af þessum liðum og því mikilvægt að Saga myndi mæta til leiks í toppformi í gærkvöldi. Að sjálfsögðu mættust þessi lið í Nuke, en það er eitt uppáhaldskort beggja liða. Dusty pökkuðu Sögu í hnífalotunni og hófu leikinn í vörn (Counter-Terrorists). Leikmenn Sögu óðu inn á sprengjusvæðið strax í upphafi, komu sprengjunni fyrir og vörðu hana snyrtilega til að krækja sér í fyrstu lotu leiksins. Næsta lota var einnig auðveld fyrir Sögu þar sem Brnr felldi fjóra andstæðinga og þrátt fyrir góða viðspyrnu náði Guddi að sækja þriðju lotuna í röð fyrir Sögu. Sá sigur reyndist þó dýr og var Dusty ekki lengi að finna taktinn og jafna. Hvar svo sem Saga reyndi að finna sér leið voru Dusty menn tilbúnir að taka á móti þeim og taka niður. Thorsteinn F var öflugur á vappanum og Cryths fylgdi opnunum vel eftir. Dusty komst þannig í stöðuna 8–3 áður en langt um leið. Vel staðsettir Dusty menn stöðvuðu allar sóknir Sögu sem voru orðnar heldur einsleitar og fyrirsjáanlegar. Eftir þennan öfluga sprett hjá Dusty fann Saga loks lausn á vandamálinu. Með því að koma í bakið á dusty og ná tökum á útisvæðinu tókst þeim að snúa Dusty úr stöðum sínum og nýta sér tækifærið til að sjá við þeim. Þegar hálfleiknum lauk hafði Saga unnið 4 lotur í röð og staðan ansi jöfn. Staða í hálfleik: Dusty 8 – 7 Saga Dusty sóttu af krafti í upphafi síðari hálfleiks, unnu skammbyssulotuna, vopnuðust vel og komu sprengjunni fyrir. Leikmenn Sögu fóru sér varlega í vörninni en stóðust ekki pressuna frá Dusty. Slæmur efnahagur gerði það svo að verkum að leikmenn sögu voru gjarnan fátæklega vopnbúnir. Enduðu leikmenn Sögu því oft einir eftir og gátu lítið gert til þess að sporna við sóknum Dusty. Eftir fimm tapaðar lotur í röð var Saga einungis með skammbyssur í vopnabúrinu en lét þær telja. Þeim tókst að fella leikmenn Dusty og hafa af þeim byssurnar og vinna lotu. Dusty svaraði um hæl og komst í stöðuna 14–8 en Saga var komin á bragðið. Tók þá við glæsilegur sprettur hjá Sögu. Veiktu þeir sókn Dusty snemma í lotunum og áttu auðvelt með að aftengja sprengjurnar. Brnr felldi fjóra leikmenn í 24. lotu og þurfti Dusty þá að reiða sig á skammbyssur. Það fór ekki betur en svo að Saga pakkaði þeim saman og hélt áfram að minnka muninn. Með byr undir báðum vængjum vann Saga næstu tvær lotur og hélt efnahag Dusty í skefjum. Var staðan því orðin 14–13 fyrir Dusty og Saga við það að jafna þegar Dusty náði tökum á kortinu og kom sprengjunni fyrir gegn vængbrotnum leikmönnum Sögu. Þurfti Dusty þá einungis eina lotu til að vinna leikinn. Saga gafst ekki upp svo auðveldlega. Brnr og ADHD skelltu í lás og þurftu Cryths og leFluff að finna einhverjar lausnir. Cryths var felldur um hæl af Skoon og Dom felldi leFluff. Í 30. lotu börðust liðin því um hvort Dusty myndi vinna eða hvort Saga næði að knýja fram framlengingu. Dusty fór á leifturhraða inn á sprengjusvæði B. Þar hafði Dusty betur í einvígunum og var allt á herðum ADHD á vappanum. ThorsteinnF kláraði hann og Dusty vann. Tæpara gat það ekki verið. Lokastaða: Dusty 16 – 14 Saga Sigurinn var virkilega mikilvægur fyrir Dusty sem halda sér enn öruggum á toppnum. Ljósleiðaradeildin tekur sér frí í næstu viku og fer 17. umferðin því fram dagana 1. og 4. mars. Þriðjudaginn 1. mars tekur Saga á móti Vallea en föstudaginn 4. mars mætast Dusty og Kórdrengir. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti