Vallea valtaði yfir Ármann eftir erfiða byrjun Snorri Rafn Hallsson skrifar 19. febrúar 2022 15:00 Vallea og Ármann hafa bæði verið að blanda sér í toppbaráttuna og eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Vallea vann Þór í síðustu viku þegar Ármann hafði betur gegn Dusty. Liðin höfðu skipt með sér innbyrðis viðureignunum, Ármann vann 16–13 í annarri umferð en Vallea 16–14 í þeirri níundu. Enn og aftur lá leiðin í Nuke og var þetta sjöundi Nuke leikur beggja liða á tímabilinu. 7homsen er mættur aftur til leiks fyrir Ármann en Vallea vann hnífalotuna. Vallea byrjaði því í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Ármann sótti. Skammbyssulotan hófst á tvöfaldri fellu frá Vargi og sprengjan var ekki lengi á leiðinni niður. Fyrsta lotan féll því Ármanni í vil og Kruzer kláraði þá næstu með þrefaldri fellu. Ármann komst í 3–0 áður en bæði lið voru fullvopnuð, en þá gekk mun betur hjá Vallea. Vallea tókst að jafna þegar Ármann lenti í vandræðum með þétta vörn Vallea en skiptust liðin svo á lotum þar sem Ármann olli miklum glundroða og tókst að brjótast í gegn. Mátti oft litlu muna á liðunum og sigrarnir oft ansi tæpir. Vallea komst fram úr, 6–4, en Ármanni tókst að jafna með stórkostlegri þrefaldri fellu frá Vargi. Á lokakafla fyrri hálfleiks tókst Vallea þó að byggja upp ágætis forskot til að halda inn í síðari hálfleik. Staða í hálfleik: Vallea 9 – 6 Ármann Varnarleikur Ármanns var ekkert á við sóknarleikinn og eftir að hafa unnið síðustu þrjár loturnar í fyrri hálfleik bætti Vallea þeim fyrstu þremur í síðari hálfleik við. Goa7er bjargaði Vallea úr erfiðri stöðu í þeirri fyrstu en þær næstu reyndust Vallea auðveldar. Ármann var komið í þá stöðu að þurfa að treysta á öfluga endurkomu og tengja saman nokkrar lotur í röð þegar bæði lið gátu fullvopnast í fjórðu lotu síðari hálfleiks. Lokuðu þeir henni hratt og örugglega en Vallea var ekki á því máli að hleypa þeim of nærri sér. Aftur tengdi Vallea þrjár lotur saman. Minidegreez fór á kostum á vappanum á meðan Vallea frysti útisvæðið. Reyndust leikmenn Ármanns auðveld bráð og féllu hver af öðrum í einvígum sem Vallea bjó til. Vallea vantaði því einungis eina lotu til að vinna leikinn, en Ármann krækti sér í eina til viðbótar áður en Vallea lauk leiknum. Lokastaða: Vallea 16 – 8 Ármann Vallea vann þannig öruggan sigur með skipulögðum og beittum aðgerðum í síðari hálfleik. Vallea fikrar sig því nær Þór á meðan Ármann færist nær miðjunni á stigatöflunni. Ljósleiðaradeildin tekur sér frí í næstu viku og fer 17. umferðin því fram dagana 1. og 4. mars. Þriðjudaginn 1. mars tekur Saga á móti Vallea en og sama kvöld mætast Ármann og Þór. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Vallea og Ármann hafa bæði verið að blanda sér í toppbaráttuna og eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Vallea vann Þór í síðustu viku þegar Ármann hafði betur gegn Dusty. Liðin höfðu skipt með sér innbyrðis viðureignunum, Ármann vann 16–13 í annarri umferð en Vallea 16–14 í þeirri níundu. Enn og aftur lá leiðin í Nuke og var þetta sjöundi Nuke leikur beggja liða á tímabilinu. 7homsen er mættur aftur til leiks fyrir Ármann en Vallea vann hnífalotuna. Vallea byrjaði því í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Ármann sótti. Skammbyssulotan hófst á tvöfaldri fellu frá Vargi og sprengjan var ekki lengi á leiðinni niður. Fyrsta lotan féll því Ármanni í vil og Kruzer kláraði þá næstu með þrefaldri fellu. Ármann komst í 3–0 áður en bæði lið voru fullvopnuð, en þá gekk mun betur hjá Vallea. Vallea tókst að jafna þegar Ármann lenti í vandræðum með þétta vörn Vallea en skiptust liðin svo á lotum þar sem Ármann olli miklum glundroða og tókst að brjótast í gegn. Mátti oft litlu muna á liðunum og sigrarnir oft ansi tæpir. Vallea komst fram úr, 6–4, en Ármanni tókst að jafna með stórkostlegri þrefaldri fellu frá Vargi. Á lokakafla fyrri hálfleiks tókst Vallea þó að byggja upp ágætis forskot til að halda inn í síðari hálfleik. Staða í hálfleik: Vallea 9 – 6 Ármann Varnarleikur Ármanns var ekkert á við sóknarleikinn og eftir að hafa unnið síðustu þrjár loturnar í fyrri hálfleik bætti Vallea þeim fyrstu þremur í síðari hálfleik við. Goa7er bjargaði Vallea úr erfiðri stöðu í þeirri fyrstu en þær næstu reyndust Vallea auðveldar. Ármann var komið í þá stöðu að þurfa að treysta á öfluga endurkomu og tengja saman nokkrar lotur í röð þegar bæði lið gátu fullvopnast í fjórðu lotu síðari hálfleiks. Lokuðu þeir henni hratt og örugglega en Vallea var ekki á því máli að hleypa þeim of nærri sér. Aftur tengdi Vallea þrjár lotur saman. Minidegreez fór á kostum á vappanum á meðan Vallea frysti útisvæðið. Reyndust leikmenn Ármanns auðveld bráð og féllu hver af öðrum í einvígum sem Vallea bjó til. Vallea vantaði því einungis eina lotu til að vinna leikinn, en Ármann krækti sér í eina til viðbótar áður en Vallea lauk leiknum. Lokastaða: Vallea 16 – 8 Ármann Vallea vann þannig öruggan sigur með skipulögðum og beittum aðgerðum í síðari hálfleik. Vallea fikrar sig því nær Þór á meðan Ármann færist nær miðjunni á stigatöflunni. Ljósleiðaradeildin tekur sér frí í næstu viku og fer 17. umferðin því fram dagana 1. og 4. mars. Þriðjudaginn 1. mars tekur Saga á móti Vallea en og sama kvöld mætast Ármann og Þór. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti