16. umferð CS:GO lokið: Toppliðin enn á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 19. febrúar 2022 17:01 16. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Vallea á Ármanni. Dusty, Þór og XY unnu einnig sína leiki. Leikir vikunnar Þór – Fylki Umferðin hófst á leik Þórs og Fylkis í Inferno, en ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu voru þegar Fylkir vann Þór í framlengingu, 19–15, í 9. umferð deildarinnar. Á þriðjudaginn áttu Fylkismenn þó í erfiðleikum með að fella Þórsara og lentu því langt undir. Þórsarar fóru með öll völd á kortinu í fyrri hálfleik þar sem bæði lið voru árásargjörn. Örlítið líf færðist í Fylkismenn í síðari hálfleik en á bakinu á góðri vörn höfðu Þórsarar betur og unnu öruggan sigur 16–8 Kórdrengir – XY Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Kórdrengja og XY. XY hafði tapað síðustu fimm leikjunum á undan en létu það aftra sér frá því að stilla upp þéttri vörn og skapa tækifæri fyrir margfaldarfellur. Sóknarleikur Kórdrengja var ómarkviss og hægur sem skilaði sér í því að útlitið var ekki gott þegar XY voru 10–5 yfir í hálfleik. Kórdrengir voru þó vel viðbúnir í vörninni og sáu við XY mönnum þar. Hvort sem XY sótti hratt eða hægt lásu Kórdrengir leikinn vel og þrátt fyrir að vera skrefinu á eftir allan tímann tókst þeim að koma leiknum í framlengingu. Í framlengingu voru XY hins vegar beittari og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar, 19–16. Dusty – Saga Á föstudagskvöldið mættust svo Dusty og Saga. Dusty hafði verið í örlitlum vandræðum og tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum. Leikurinn einkenndist af því að liðin skiptust á að tengja fjölmargar lotur saman. Saga hóf leikinn á að vinna fyrstu þrjár loturnar en þá bættu Dusty um betur og unnu átta í röð. Klóraði Saga þá í bakkann og minnkaði muninn í 8–7 og var leikurinn í járnum þegar farið var inn í síðari hálfleikinn. Þar bætti Dusty fimm lotum við strax í upphafi en líkt og fyrir kraftaverk tókst Sögu næstum að jafna. Veiktu þeir sókn Dusty snemma í lotunum og áttu auðvelt með að aftengja sprengjurnar. Um tíma var því tvísýnt hvort framlengingar yrði þörf en Dusty vann leikinn í 30. lotu, 16–14. Ármann – Vallea Lokaleikur umferðarinnar var svo á milli Ármanns og Vallea, liðanna í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Eftir sigur Ármanns á Dusty var hiti í leikmönnum liðsins og fór leikurinn vel af stað fyrir Ármann í sókninni. Vallea tókst að jafna þegar Ármann lenti í vandræðum með þétta vörn Vallea en skiptust liðin svo á lotum þar sem Ármann olli miklum glundroða og tókst að brjótast í gegn. Mátti oft litlu muna á liðunum og sigrarnir oft ansi tæpir. Vallea byggði sér þó upp örlítið forskot undir lok fyrri hálfleiksins og hélt því það sem eftir var. Varnarleikur Ármanns var ekki uppi á marga fiska þar sem Vallea fór hægt og rólega um kortið og tók þá út einn af öðrum. Vallea vann þannig öruggan sigur með skipulögðum og beittum aðgerðum í síðari hálfleik, 16–8. Staðan Að 16. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst. Dusty er enn sem áður á toppnum, 4 stigum á undan Þór en Vallea hefur fikrað sig nær þeim og er nú 8 stigum á undan Ármanni. Hafa toppliðin þrjú því skilið sig frá öðrum í deildinni þar sem XY og Saga eru enn jöfn í fimmta og sjötta sæti en Fylkir og Kórdrengir reka lestina Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í þarnæstu viku og fer 17. umferðin fram dagana 1. og 4. mars. Í millitíðinni opnar leikmannaglugginn og því við því að búast að einhverjar breytingar verði á liðunum á næstunni. Dagskrá 17. umferðar er svona: Saga – Vallea, 1. mars. kl. 20:30. Þór – Ármann, 1. mars. kl. 21:30. XY – Fylkir, 4. mars. kl. 20:30. Kórdrengur – Dusty, 4. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport
Leikir vikunnar Þór – Fylki Umferðin hófst á leik Þórs og Fylkis í Inferno, en ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu voru þegar Fylkir vann Þór í framlengingu, 19–15, í 9. umferð deildarinnar. Á þriðjudaginn áttu Fylkismenn þó í erfiðleikum með að fella Þórsara og lentu því langt undir. Þórsarar fóru með öll völd á kortinu í fyrri hálfleik þar sem bæði lið voru árásargjörn. Örlítið líf færðist í Fylkismenn í síðari hálfleik en á bakinu á góðri vörn höfðu Þórsarar betur og unnu öruggan sigur 16–8 Kórdrengir – XY Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Kórdrengja og XY. XY hafði tapað síðustu fimm leikjunum á undan en létu það aftra sér frá því að stilla upp þéttri vörn og skapa tækifæri fyrir margfaldarfellur. Sóknarleikur Kórdrengja var ómarkviss og hægur sem skilaði sér í því að útlitið var ekki gott þegar XY voru 10–5 yfir í hálfleik. Kórdrengir voru þó vel viðbúnir í vörninni og sáu við XY mönnum þar. Hvort sem XY sótti hratt eða hægt lásu Kórdrengir leikinn vel og þrátt fyrir að vera skrefinu á eftir allan tímann tókst þeim að koma leiknum í framlengingu. Í framlengingu voru XY hins vegar beittari og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar, 19–16. Dusty – Saga Á föstudagskvöldið mættust svo Dusty og Saga. Dusty hafði verið í örlitlum vandræðum og tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum. Leikurinn einkenndist af því að liðin skiptust á að tengja fjölmargar lotur saman. Saga hóf leikinn á að vinna fyrstu þrjár loturnar en þá bættu Dusty um betur og unnu átta í röð. Klóraði Saga þá í bakkann og minnkaði muninn í 8–7 og var leikurinn í járnum þegar farið var inn í síðari hálfleikinn. Þar bætti Dusty fimm lotum við strax í upphafi en líkt og fyrir kraftaverk tókst Sögu næstum að jafna. Veiktu þeir sókn Dusty snemma í lotunum og áttu auðvelt með að aftengja sprengjurnar. Um tíma var því tvísýnt hvort framlengingar yrði þörf en Dusty vann leikinn í 30. lotu, 16–14. Ármann – Vallea Lokaleikur umferðarinnar var svo á milli Ármanns og Vallea, liðanna í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Eftir sigur Ármanns á Dusty var hiti í leikmönnum liðsins og fór leikurinn vel af stað fyrir Ármann í sókninni. Vallea tókst að jafna þegar Ármann lenti í vandræðum með þétta vörn Vallea en skiptust liðin svo á lotum þar sem Ármann olli miklum glundroða og tókst að brjótast í gegn. Mátti oft litlu muna á liðunum og sigrarnir oft ansi tæpir. Vallea byggði sér þó upp örlítið forskot undir lok fyrri hálfleiksins og hélt því það sem eftir var. Varnarleikur Ármanns var ekki uppi á marga fiska þar sem Vallea fór hægt og rólega um kortið og tók þá út einn af öðrum. Vallea vann þannig öruggan sigur með skipulögðum og beittum aðgerðum í síðari hálfleik, 16–8. Staðan Að 16. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst. Dusty er enn sem áður á toppnum, 4 stigum á undan Þór en Vallea hefur fikrað sig nær þeim og er nú 8 stigum á undan Ármanni. Hafa toppliðin þrjú því skilið sig frá öðrum í deildinni þar sem XY og Saga eru enn jöfn í fimmta og sjötta sæti en Fylkir og Kórdrengir reka lestina Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í þarnæstu viku og fer 17. umferðin fram dagana 1. og 4. mars. Í millitíðinni opnar leikmannaglugginn og því við því að búast að einhverjar breytingar verði á liðunum á næstunni. Dagskrá 17. umferðar er svona: Saga – Vallea, 1. mars. kl. 20:30. Þór – Ármann, 1. mars. kl. 21:30. XY – Fylkir, 4. mars. kl. 20:30. Kórdrengur – Dusty, 4. mars. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport