Viktor Jónsson kom ÍA yfir eftir tuttugu mínútna leik áður en Jón Gísli Eyland Gíslason tvöfaldaði forystuna tæpum tíu mínútum fyrir hálfleik.
Kaj Leo í Bartalsstovu skoraði þriðja mark Skagamanna á 42. mínútu leiksins og sá til þess að staðan var 3-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Það var svo Eyþór Wöhler sem skoraði eina mark síðari hálfleiksins á 65. mínútu og tryggði Skagamönnum öruggan 4-0 sigur.
Skagamenn hafa nú unnið báða leiki sína í Lengjubikarnum til þessa og sitja á toppi riðilsins með sex stig. KV situr í öðru sæti með þrjú stig eftir tvo leiki.