Fótbolti

Hjörtur spilaði allan leikinn er Pisa endurheimti toppsætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hjörtur Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Jónína Guðbjörg

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Pisa er liðið vann góðan 2-1 útisigur gegn Monza í ítölsku B-deildinni í dag. Hjörtur og félagar endurheimtu toppsæti deildarinnar með sigrinum, en liðið var án sigurs í sinustu fimm leikjum.

Það voru þó heimamenn í Monza sem tóku forystuna eftir aðeins sjö mínútna leik, en George Puscas jafnaði metin fyrir Pisa tíu mínútum síðar.

Staðan var því 1-1 í hálfleik, en á 65. mínútu varð Pedro Pereira fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og tryggja um leið gestunum í Pisa 2-1 sigur.

Hjörtur og félagar sitja nú á toppi ítölsku B-deildarinnar með 45 stig eftir 24 leiki, einu stigi meira en Cremonese sem situr í öðru sæti en á einn leik til góða. Eins og áður segir var Pisa án sigurs í seinustu fimm leikjum, þar á meðal hafði liðið gert jafntefli í seinustu fjórum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×