Massimo Coda sá til þess að heimamenn í Lecce fóru með 2-0 forystu inn í hálfleikinn með mörkum sent í fyrri hálfleik.
Það var svo Gabriel Strefezza sem tryggði liðinu 3-0 sigur með marki þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Þórir var í byrjunarliði Lecce og spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins áður en hann var tekinn af velli. Liðið tyllti sér á topp B-deildarinnar með sigrinum, en liðið er nú með 46 stig eftir 24 leiki, einu stigi meira en Cremonese og Pisa sem sitja í öðru og þriðja sæti.