Dustin Johnson og Bryson DeChambeau ætla ekki í peningana í Sádí Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 14:01 Bryson DeChambeau og Dustin Johnson hafa nú báðir stigið fram og komið sinni framtíð á hreint. Getty/Stan Badz Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau ætla ekki að fórna PGA-mótaröðinni og Ryderbikarnum fyrir peningana í nýju mótaröðinni í Sádí Arabíu. Þeir Johnson og DeChambeau hafa verið tvö stærstu nöfnin sem hafa verið orðuð við þessa nýju Ofurdeild en viðbrögð við henni hafa verið mjög hörð hjá PGA. Bryson DeChambeau joins Dustin Johnson in shutting down SGL speculation. "I want to make it very clear that as long as the best players in the world are playing the PGA Tour, so will I. https://t.co/jXV0ghOBY5 pic.twitter.com/THBof8CFbf— Golf Central (@GolfCentral) February 20, 2022 Þátttaka á mótaröðinni í Sádí Arabíu hefði þýtt það að kylfingarnir hefðu fyrirgert keppnisrétti sínum á bandarísku mótaröðinni, heimsbikarnum sem og í Ryderbikarnum. Það að þeir tveir ætli ekki að vera með er áfall fyrir Ofurdeildarverkefni Sádanna þar sem goðsögnin Greg Norman er í fararbroddi. „Ég er fullkomlega skuldbundinn því að taka þátt í PGA-mótaröðinni,“ skrifaði Dustin Johnson í yfirlýsingu. Hinn 37 ára gamli Johnson hefur tvisvar unnið mótið í Sádí Arabíu og var kannski þess vegna sterklega orðaður við nýju mótaröðina. Dustin Johnson put to rest any speculation about joining the rumored Saudi Golf League."I remain fully committed to the PGA Tour."Read more: https://t.co/tw1RsKmrpv pic.twitter.com/JAJZvVyZ2L— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 „Síðustu mánuði hafa verið miklar vangaveltur um nýja mótaröð og flestar þeirra hafa innihaldið mig og framtíð mína í atvinnumannagolfi. Mér fannst kominn tími á það að eyða þessum orðrómi. Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að spila á bestu mótaröð í heimi og allt það sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni,“ skrifaði Dustin. Hinn 28 ára gamli DeChambeau átti síðan að hafa fengið hundrað milljóna dollara tilboð um að vera andlit nýju mótaraðarinnar í Sádí Arabíu. Eftir að Dustin sendi frá sér yfirlýsingu sína þá steig hann líka fram og sagðist ekki vera á leiðinni út úr bandarísku mótaröðinni. Rory McIlroy labels Saudi breakaway circuit as 'dead in the water' as Bryson Dechambeau and Dustin Johnson stick with PGA Tour. @jcorrigangolf reports.https://t.co/sH8KKj1zxU— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 21, 2022 „Það hafa verið miklar vangaveltur um stuðning minn við aðra mótaröð. Ég vil að það sé alveg á hreinu að á meðan bestu kylfingar heims eru að spila á PGA-mótaröðinni þá mun ég gera það líka,“ sagði DeChambeau á Twitter. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þeir Johnson og DeChambeau hafa verið tvö stærstu nöfnin sem hafa verið orðuð við þessa nýju Ofurdeild en viðbrögð við henni hafa verið mjög hörð hjá PGA. Bryson DeChambeau joins Dustin Johnson in shutting down SGL speculation. "I want to make it very clear that as long as the best players in the world are playing the PGA Tour, so will I. https://t.co/jXV0ghOBY5 pic.twitter.com/THBof8CFbf— Golf Central (@GolfCentral) February 20, 2022 Þátttaka á mótaröðinni í Sádí Arabíu hefði þýtt það að kylfingarnir hefðu fyrirgert keppnisrétti sínum á bandarísku mótaröðinni, heimsbikarnum sem og í Ryderbikarnum. Það að þeir tveir ætli ekki að vera með er áfall fyrir Ofurdeildarverkefni Sádanna þar sem goðsögnin Greg Norman er í fararbroddi. „Ég er fullkomlega skuldbundinn því að taka þátt í PGA-mótaröðinni,“ skrifaði Dustin Johnson í yfirlýsingu. Hinn 37 ára gamli Johnson hefur tvisvar unnið mótið í Sádí Arabíu og var kannski þess vegna sterklega orðaður við nýju mótaröðina. Dustin Johnson put to rest any speculation about joining the rumored Saudi Golf League."I remain fully committed to the PGA Tour."Read more: https://t.co/tw1RsKmrpv pic.twitter.com/JAJZvVyZ2L— The Athletic (@TheAthletic) February 20, 2022 „Síðustu mánuði hafa verið miklar vangaveltur um nýja mótaröð og flestar þeirra hafa innihaldið mig og framtíð mína í atvinnumannagolfi. Mér fannst kominn tími á það að eyða þessum orðrómi. Ég er þakklátur fyrir tækifærið til að spila á bestu mótaröð í heimi og allt það sem hefur gefið mér og fjölskyldu minni,“ skrifaði Dustin. Hinn 28 ára gamli DeChambeau átti síðan að hafa fengið hundrað milljóna dollara tilboð um að vera andlit nýju mótaraðarinnar í Sádí Arabíu. Eftir að Dustin sendi frá sér yfirlýsingu sína þá steig hann líka fram og sagðist ekki vera á leiðinni út úr bandarísku mótaröðinni. Rory McIlroy labels Saudi breakaway circuit as 'dead in the water' as Bryson Dechambeau and Dustin Johnson stick with PGA Tour. @jcorrigangolf reports.https://t.co/sH8KKj1zxU— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 21, 2022 „Það hafa verið miklar vangaveltur um stuðning minn við aðra mótaröð. Ég vil að það sé alveg á hreinu að á meðan bestu kylfingar heims eru að spila á PGA-mótaröðinni þá mun ég gera það líka,“ sagði DeChambeau á Twitter.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira