Enski boltinn

Út­skýrði myndina undar­legu sem hann birti eftir sigurinn gegn Leeds

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Myndin sem er ræðir. Ef vel er að gáð má sjá að átt hefur verið við myndina.
Myndin sem er ræðir. Ef vel er að gáð má sjá að átt hefur verið við myndina. Twitter/HarryMaguire93

Harry Maguire birti ansi skemmtilega mynd á Twitter-síðu sinni eftir sigur Manchester United á erkifjendum sínum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Maguire hefur nú útskýrt af hverju myndin er eins og hún er.

Maguire hefur líkt og aðrir leikmenn Man United fengið töluverða gagnrýndi á sig að undanförnu. Þá hefur mikið verið rætt og ritað um fyrirliðaband Man United en Maguire ber það í dag.

Ofan á allt sem hefur gengið á hjá félaginu þá hafði það ekki skorað mark eftir fast leikatriði fyrr en kom að leik helgarinnar. Maguire stangaði þá hornspyrnu Luke Shaw í netið og fagnaði vel og innilega.

Eftir leik birti hann mynd af því er hann renndi sér á hnjánum á rennandi blautu grasinu á Elland Road fyrir framan stuðningsfólk Leeds United. Ef vel var að gáð mátti þó sjá að átt hafði verið við myndina.

Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum og velti fólk fyrir sér hvaða ástæðu Maguire hefði fyrir því að birta mynd sem hefði augljóslega verið átt við. Hann útskýrði það á endanum í dag.

„Til allra sem eru að spyrja, þetta er góður vinur minn og mikill stuðningsmaður Leeds United. Hann var á vellinum en ekki í myndinni. Hann hefur verið að skjóta á okkur alla vikuna svo mér datt í hug að bæta honum við á myndina,“ sagði Maguire á Twitter-síðu sinni í dag.

Sigur Manchester United á Leeds United þýðir að liðið er nú með 46 stig í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum minna en Chelsea sem situr í 3. sætinu með leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×