Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 12:00 Haffi Haff frumsýnir myndband við lagið Volcano, sem er enska útgáfan af framlagi hans til undankeppni Eurovision í ár. Aðsend Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. Jörðin eiginlega eitt stórt eldgos „Þegar ég fór að hugsa um gerð myndbandsins pældi ég mikið í því hvernig eldfjöll tengja okkur öll saman á einhvern hátt. Hvort sem það er á góðan eða slæman hátt. Það voru margir voru fúlir út í Ísland í kringum gosið í Eyjafjallajökli en svo kom fullt af fólki til landsins til að sjá gosið í Geldingadölum. Þannig það var svona fyrsta pælingin,“ segir Haffi. Myndbandið sem kemur út núna við ensku útgáfuna er mjög ólíkt íslenska myndbandinu. Haffi segir fyrra lagið hafa verið óð til Íslands og Íslendinga en Volcano fjalli meira um að heildina alla, að allir geti fundið eitthvað sameiginlegt, hlýju og skilning í garð náungans. „Gía var ástarbréf til Íslands. Þetta er meira svona ákall til heimsins að það er alltaf eitthvað sem tengir okkur. Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi,“ segir hann. Einfalt með dýpri pælingu Partur lagsins verður þó áfram á íslensku í ensku útgáfunni. „Mér finnst mikilvægt að koma líka með okkar menningu og tungumál inn í ensku útgáfuna; hver við erum. En síðan vil ég bara að flestir geti dillað sér við þetta. Þetta er einfalt lag en það er algjörlega dýpri pæling að baki textans, kærleika, ást og umhyggja.“ Lagið Volcano fjallar meðal annars um það sem sameinar okkur öll.Aðsend Myndbandið gerði Haffi með Ólafi Torfasyni, líkt og myndbandið við Gíu. Haffi segir þá vinna vel saman. „Hann er svo hæfileikaríkur og frábær. Myndbandið er æðislegt en ég vil líka bara að fólk viti hvað hann er stórkostlegur og þolinmóður,“ segir Haffi um Ólaf sem skýtur myndbandið og leikstýrir, ásamt því að vinna hugmyndina að baki því með Haffa. „Um leið og maður sér að einhver er svona hæfileikaríkur og góður, þá langar mann bara að vinna meira og meira með þeim.“ View this post on Instagram A post shared by Haffi haff (@haffihaff) Nánar tengingar við sundlaugina Hann segir Volcano fjalla meira um gosið sjálft en Gía fjallaði frekar um innri pælingar. Haffi Haff dreyfir ást í Suðurbæjarlaug.Aðsend „Það er alls konar fólk í þessu myndbandi, alls konar týpur. Myndbandið er tekið upp í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, sem er æðislegt því ég upplifi þau öll þar sem fjölskyldu. Þetta var bara fjölskyldan mín, var þarna næstum því á hverjum degi á sínum tíma. Þau voru svo opin fyrir að fá okkur. Tveir ungir dansarar sýna stórkostlega takta í myndbandinu. Svo spilar fastagestur laugarinnar til margra ára, Sigríður Jósefsdóttir, stórt hlutverk í myndbandinu. Hún var alveg frábær og fabjúlös og gjörsamlega gerði myndbandið. Tók það á næsta level, algjörlega extra,“ segir Haffi hlæjandi að lokum. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Frumsýna myndbandið við Hjartað mitt: „Sjö ára dóttir mín er innblásturinn af þessu lagi“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu myndbandi við lagið „Hjartað mitt“, sem er eitt þeirra laga sem tekur þátt í undankeppni Eurovision hér á landi í ár. Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson er höfundur lagsins og Magnús Þór Sigmundsson skrifar textann en Stefanía Svavarsdóttir flytur lagið. 14. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jörðin eiginlega eitt stórt eldgos „Þegar ég fór að hugsa um gerð myndbandsins pældi ég mikið í því hvernig eldfjöll tengja okkur öll saman á einhvern hátt. Hvort sem það er á góðan eða slæman hátt. Það voru margir voru fúlir út í Ísland í kringum gosið í Eyjafjallajökli en svo kom fullt af fólki til landsins til að sjá gosið í Geldingadölum. Þannig það var svona fyrsta pælingin,“ segir Haffi. Myndbandið sem kemur út núna við ensku útgáfuna er mjög ólíkt íslenska myndbandinu. Haffi segir fyrra lagið hafa verið óð til Íslands og Íslendinga en Volcano fjalli meira um að heildina alla, að allir geti fundið eitthvað sameiginlegt, hlýju og skilning í garð náungans. „Gía var ástarbréf til Íslands. Þetta er meira svona ákall til heimsins að það er alltaf eitthvað sem tengir okkur. Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi,“ segir hann. Einfalt með dýpri pælingu Partur lagsins verður þó áfram á íslensku í ensku útgáfunni. „Mér finnst mikilvægt að koma líka með okkar menningu og tungumál inn í ensku útgáfuna; hver við erum. En síðan vil ég bara að flestir geti dillað sér við þetta. Þetta er einfalt lag en það er algjörlega dýpri pæling að baki textans, kærleika, ást og umhyggja.“ Lagið Volcano fjallar meðal annars um það sem sameinar okkur öll.Aðsend Myndbandið gerði Haffi með Ólafi Torfasyni, líkt og myndbandið við Gíu. Haffi segir þá vinna vel saman. „Hann er svo hæfileikaríkur og frábær. Myndbandið er æðislegt en ég vil líka bara að fólk viti hvað hann er stórkostlegur og þolinmóður,“ segir Haffi um Ólaf sem skýtur myndbandið og leikstýrir, ásamt því að vinna hugmyndina að baki því með Haffa. „Um leið og maður sér að einhver er svona hæfileikaríkur og góður, þá langar mann bara að vinna meira og meira með þeim.“ View this post on Instagram A post shared by Haffi haff (@haffihaff) Nánar tengingar við sundlaugina Hann segir Volcano fjalla meira um gosið sjálft en Gía fjallaði frekar um innri pælingar. Haffi Haff dreyfir ást í Suðurbæjarlaug.Aðsend „Það er alls konar fólk í þessu myndbandi, alls konar týpur. Myndbandið er tekið upp í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, sem er æðislegt því ég upplifi þau öll þar sem fjölskyldu. Þetta var bara fjölskyldan mín, var þarna næstum því á hverjum degi á sínum tíma. Þau voru svo opin fyrir að fá okkur. Tveir ungir dansarar sýna stórkostlega takta í myndbandinu. Svo spilar fastagestur laugarinnar til margra ára, Sigríður Jósefsdóttir, stórt hlutverk í myndbandinu. Hún var alveg frábær og fabjúlös og gjörsamlega gerði myndbandið. Tók það á næsta level, algjörlega extra,“ segir Haffi hlæjandi að lokum.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00 Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Frumsýna myndbandið við Hjartað mitt: „Sjö ára dóttir mín er innblásturinn af þessu lagi“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu myndbandi við lagið „Hjartað mitt“, sem er eitt þeirra laga sem tekur þátt í undankeppni Eurovision hér á landi í ár. Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson er höfundur lagsins og Magnús Þór Sigmundsson skrifar textann en Stefanía Svavarsdóttir flytur lagið. 14. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31
Frumsýnir myndband við lagið í Söngvakeppninni: „Þetta er nokkurs konar ástarbréf til Íslands“ Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband við lag tónlistarmannsins Haffa Haff fyrir Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision. Lagið ber nafnið Gía á íslensku og Volcano á ensku. 8. febrúar 2022 12:00
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25
Frumsýna myndbandið við Hjartað mitt: „Sjö ára dóttir mín er innblásturinn af þessu lagi“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu myndbandi við lagið „Hjartað mitt“, sem er eitt þeirra laga sem tekur þátt í undankeppni Eurovision hér á landi í ár. Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson er höfundur lagsins og Magnús Þór Sigmundsson skrifar textann en Stefanía Svavarsdóttir flytur lagið. 14. febrúar 2022 13:00