Ágúst hættur hjá KKÍ í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2022 15:57 Ágúst er einn reynslumesti þjálfari landsins í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Ágúst S. Björgvinsson er hættur störfum fyrir Körfuknattleikssamband Íslands að eigin ósk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Ágúst hafði sinnt fjölbreyttum verkefnum hjá sambandinu undanfarin sex ár. „Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ. Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ.
Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08
Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18