Goðsagnakennda rokkhljómsveitin Foo Fighters flutti inn í Encino setrið til að taka upp tíundu breiðskífu sína. Í myndinni Studio 666 fá áhorfendur að fylgjast með því þegar David Grohl þarf að berjast við erfið öfl til þess að bjarga hljómsveitinni og plötunni.
Sýningin er kl 19.10 í lúxussalnum í Smárabíó og er verið að gefa hlustendum miða í loftinu á X-977. Athugið að myndin verður sýnd ótextuð.
Hér fyrir neðan má sjá stikluna fyrir myndina Studio 666.