„Ánægður að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. febrúar 2022 20:42 Titillinn á loft. vísir/Getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var bæði dramatískur og háfleygur eftir að hafa lyft enska deildabikarnum á Wembley í kvöld. Ein af hetjum Liverpool í leiknum var írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher sem skoraði eitt marka liðsins í vítaspyrnukeppninni. Klopp segist hafa hugsað það vel hvort hann ætti að leyfa stráknum að spila frekar en aðalmarkverði félagsins, Alisson Becker. „Þó þetta sé atvinnumennska þá verður þú að hafa pláss fyrir tilfinningar. Caoimhin Kelleher er ungur strákur og hafði spilað alla leikina í keppninni. Hvað gat ég gert? Ég er bæði atvinnumannaþjálfari og manneskja. Manneskjan vann í þetta skiptið og hann átti þetta skilið,“ sagði Klopp. Þó ekkert löglegt mark hafi verið skorað á fyrstu 120 mínútum leiksins var leikurinn bráðfjörugur og Klopp sagði Liverpool oft hafa haft heppnina með sér. „Chelsea eru ótrúlega öflugir og þetta var stál í stál. Við vitum að við vorum líka heppnir. Leikurinn hefði getað farið 5-5,“ segir Klopp. „Mér líður vel en mér hefði líka liðið vel við hefðum spilað 90 mínútur og unnið 1-0 og hefðum getað drifið okkur heim. Við verðum að leggja hart að okkur. Við spilum aftur á miðvikudag, eitthvað sem ég get ekki trúað núna en við verðum að mæta. Það er heimaleikur og það verða allir ennþá í skýjunum eftir þetta,“ sagði Klopp og lagði mikla áherslu á að stuðningsmenn Liverpool ættu að njóta kvöldsins. „Ég er ánægður með að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa.“ Jurgen Klopp getting involved in the dancing celebrations pic.twitter.com/NMznt2sLnn— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Ein af hetjum Liverpool í leiknum var írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher sem skoraði eitt marka liðsins í vítaspyrnukeppninni. Klopp segist hafa hugsað það vel hvort hann ætti að leyfa stráknum að spila frekar en aðalmarkverði félagsins, Alisson Becker. „Þó þetta sé atvinnumennska þá verður þú að hafa pláss fyrir tilfinningar. Caoimhin Kelleher er ungur strákur og hafði spilað alla leikina í keppninni. Hvað gat ég gert? Ég er bæði atvinnumannaþjálfari og manneskja. Manneskjan vann í þetta skiptið og hann átti þetta skilið,“ sagði Klopp. Þó ekkert löglegt mark hafi verið skorað á fyrstu 120 mínútum leiksins var leikurinn bráðfjörugur og Klopp sagði Liverpool oft hafa haft heppnina með sér. „Chelsea eru ótrúlega öflugir og þetta var stál í stál. Við vitum að við vorum líka heppnir. Leikurinn hefði getað farið 5-5,“ segir Klopp. „Mér líður vel en mér hefði líka liðið vel við hefðum spilað 90 mínútur og unnið 1-0 og hefðum getað drifið okkur heim. Við verðum að leggja hart að okkur. Við spilum aftur á miðvikudag, eitthvað sem ég get ekki trúað núna en við verðum að mæta. Það er heimaleikur og það verða allir ennþá í skýjunum eftir þetta,“ sagði Klopp og lagði mikla áherslu á að stuðningsmenn Liverpool ættu að njóta kvöldsins. „Ég er ánægður með að geta veitt fólki gleði á þessum myrku tímum sem við erum að lifa.“ Jurgen Klopp getting involved in the dancing celebrations pic.twitter.com/NMznt2sLnn— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Varamaðurinn Kepa skúrkurinn þegar Liverpool vann deildabikarinn Liverpool er deildabikarmeistari eftir sigur á Chelsea í langri vítaspyrnukeppni á Wembley þar sem spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga átti afar slæma innkomu. 27. febrúar 2022 19:32