Nýir tímar á skrifstofunni Tómas H. Ragnarz skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar