Tónlist

Magni fór á kostum þegar hann tók lag með Queens of the Stone Age

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magni fór á kostum á sviðinu. 
Magni fór á kostum á sviðinu. 

Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum.

Það gerði hann til að mynda þegar hann flutti lagið The Lost Art of Keeping a Secret með rokksveitinni Queens of the Stone Age.

Það var sannkallað rokkþema og Magni segir sjálfur að sveitin sé svalasta sveit heims. Hér að neðan má sjá frábæran flutning Magna og húsbandsins.

Klippa: Magni - Lost Art of Keeping a Secret





Fleiri fréttir

Sjá meira


×