Allar líkur á að meira verði um aftakaveður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:25 Rauðar, appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið tíðar í febrúar. vísir/vilhelm Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða. Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal Loftslagsmál Veður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal
Loftslagsmál Veður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira