ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 13:59 Frá æfingu rússneska landsliðsins í krullu fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra. Getty/Alexander Demianchuk Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, er einn af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna. Þar eru árásir Rússa á Úkraínu harðlega fordæmdar og mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í Peking en að allt verði reynt til að gera Úkraínumönnum kleift að taka þátt. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem ásamt fylgdarliði heldur af stað til Kína á morgun og keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum: Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, er einn af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna. Þar eru árásir Rússa á Úkraínu harðlega fordæmdar og mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í Peking en að allt verði reynt til að gera Úkraínumönnum kleift að taka þátt. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem ásamt fylgdarliði heldur af stað til Kína á morgun og keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum: Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum
Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira