Tuchel: „Ég er ekki stjórnmálamaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 19:00 Chelsea Training and Press Conference COBHAM, ENGLAND - MARCH 01: Thomas Tuchel of Chelsea during a press conference at Chelsea Training Ground on March 01, 2022 in Cobham, England. (Photo by Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images) Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, minnti fjölmiðlafólk á blaðamannafundi fyrir leik liðsins í FA-bikarnum á morgun á það að hann er ekki stjórnmálamaður og bað um leið um að spurningum um stríðið í Úkraínu yrði hætt. „Þið verðið að hætta, ég er ekki stjórnmálamaður,“ sagði Tuchel á fundinum í dag eftir enn eina spurninguna um stríðið í Úkraínu og rússneska eiganda Chelsea, Roman Abramovich. „Ég get bara endurtekið það sem ég hef sagt áður og mér líður illa yfir því að þurfa að endurtaka það því ég hef aldrei upplifað stríð. Þannig bara það að ég sé að tala um það lætur mér líða illa.“ „Ég er í mikilli forréttindastöðu að sitja hér í friði. Ég geri eins vel og ég get en þið verðið að hætta að spyrja mig þessara spurninga þar sem ég hef engin svör fyrir ykkur.“ Eigandinn Roman Abramovich steig til hliðar sem stjórnandi í daglegum rekstri félagsins nú um liðna helgi, en Tuchel segir að það hafi lítil sem engin áhrif á sig eða leikmenn liðsins. „Fyrir mig sem þjálfara og sem knattspyrnustjóri aðalliðsins þá breytist staðan ekki mjög mikið í okkar daglega rekstri.“ Að lokum bætti Tuchel einnig við að hann vildi helst ekki tjá sig um það hvort honum þætti það vandamál að Abramovich væri eigandi liðsins. „Það er kannski of mikið fyrir mig að svara því,“ sagði Tuchel. „Ég er ekki með smáatriðin á hreinu og get því ekki tjáð mig almennilega um stöðuna. Við erum samt öll sammála um það að þessi staða er mun alvarlegri en fótbolti.“ „Þetta mun aldrei breytast. Hlutir eins og stríð eru auðvitað mun mikilvægari en það er ekki mitt að ræða um stöðuna með Abramovich. Ég veit ekki nóg um málið.“ Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
„Þið verðið að hætta, ég er ekki stjórnmálamaður,“ sagði Tuchel á fundinum í dag eftir enn eina spurninguna um stríðið í Úkraínu og rússneska eiganda Chelsea, Roman Abramovich. „Ég get bara endurtekið það sem ég hef sagt áður og mér líður illa yfir því að þurfa að endurtaka það því ég hef aldrei upplifað stríð. Þannig bara það að ég sé að tala um það lætur mér líða illa.“ „Ég er í mikilli forréttindastöðu að sitja hér í friði. Ég geri eins vel og ég get en þið verðið að hætta að spyrja mig þessara spurninga þar sem ég hef engin svör fyrir ykkur.“ Eigandinn Roman Abramovich steig til hliðar sem stjórnandi í daglegum rekstri félagsins nú um liðna helgi, en Tuchel segir að það hafi lítil sem engin áhrif á sig eða leikmenn liðsins. „Fyrir mig sem þjálfara og sem knattspyrnustjóri aðalliðsins þá breytist staðan ekki mjög mikið í okkar daglega rekstri.“ Að lokum bætti Tuchel einnig við að hann vildi helst ekki tjá sig um það hvort honum þætti það vandamál að Abramovich væri eigandi liðsins. „Það er kannski of mikið fyrir mig að svara því,“ sagði Tuchel. „Ég er ekki með smáatriðin á hreinu og get því ekki tjáð mig almennilega um stöðuna. Við erum samt öll sammála um það að þessi staða er mun alvarlegri en fótbolti.“ „Þetta mun aldrei breytast. Hlutir eins og stríð eru auðvitað mun mikilvægari en það er ekki mitt að ræða um stöðuna með Abramovich. Ég veit ekki nóg um málið.“
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira