Segir það ósanngjarnt að banna rússnesku íþróttafólki að keppa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 20:46 Rússneski ökuþórinn Daniil Kvyat segir það ósanngjarnt að landar hans fái ekki að í sínum íþróttum. Rudy Carezzevoli - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Rússneski ökuþórinn Daniil Kvyat segir það ósanngjarna lausn að banna rússnesku íþróttafólki að keppa í sinni íþrótt vegna innrásar þjóðarinnar í Úkraínu. Þessi fyrrverandi Formúlu 1 ökuþór segir að íþróttir eigi að halda sig utan við pólitík og að sú aðgerð að banna rússnesku íþróttafólki að keppa í sinni íþrótt fari gegn hugmyndafræði íþróttahreyfingarinnar um samstöðu og frið. „Ég vona innilega að við finnum friðsæla lausn á ástandinu í Úkraínu og að við getum öll lifað í friði,“ sagði Kvyat. „Hverjir aðrir en við íþróttamennirnir eigum að hjálpa til við að koma fólki af mismunandi þjóðernum saman á komandi tímum?“ Alþjóðakappaksturssambandið FIA fundar í kvöld og mun þar ræða stöðu mála í Úkraínu. Sambandið mun einnig ákveða hvort að eini rússneski ökumaðurinn í Formúlu 1, Nikita Mazepin, fái að keppa fyrir Haas á komandi tímabili. Rússneska kappakstrinum sem átti að fara fram 25. september næstkomandi hefur nú þegar verið aflýst. Þá hefur Haas-liðið einnig fjarlægt merkingar frá rússneska styrktaraðilanum Uralkali, en Dmitri Mazepin, pabbi Nikita Mazepin, á hlut í fyrirtækinu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þessi fyrrverandi Formúlu 1 ökuþór segir að íþróttir eigi að halda sig utan við pólitík og að sú aðgerð að banna rússnesku íþróttafólki að keppa í sinni íþrótt fari gegn hugmyndafræði íþróttahreyfingarinnar um samstöðu og frið. „Ég vona innilega að við finnum friðsæla lausn á ástandinu í Úkraínu og að við getum öll lifað í friði,“ sagði Kvyat. „Hverjir aðrir en við íþróttamennirnir eigum að hjálpa til við að koma fólki af mismunandi þjóðernum saman á komandi tímum?“ Alþjóðakappaksturssambandið FIA fundar í kvöld og mun þar ræða stöðu mála í Úkraínu. Sambandið mun einnig ákveða hvort að eini rússneski ökumaðurinn í Formúlu 1, Nikita Mazepin, fái að keppa fyrir Haas á komandi tímabili. Rússneska kappakstrinum sem átti að fara fram 25. september næstkomandi hefur nú þegar verið aflýst. Þá hefur Haas-liðið einnig fjarlægt merkingar frá rússneska styrktaraðilanum Uralkali, en Dmitri Mazepin, pabbi Nikita Mazepin, á hlut í fyrirtækinu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira