Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. Erlent 31.7.2025 16:10
Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Rússar fengu aftur keppnisleyfi á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur nú yfir í Singapúr. Sport 31.7.2025 09:02
Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. Erlent 31.7.2025 07:16
Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Dmytro „Dima“ Timashov er fyrrum sænskur landsliðsmaður í íshokkí sem er fæddur í Úkraínu en nú vill hann fá rússneskt vegabréf. Sport 24. júlí 2025 23:16
Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. Erlent 23. júlí 2025 15:51
Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Skoðun 22. júlí 2025 18:01
„Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Rektor Háskóla Íslands segir menntamorð eiga sér stað á stríðssvæðum en einnig í Bandaríkjunum. Mikilvægt sé að verða ekki að kröfum bandarískra fjármagnara sem vilja ekki að kynjajafnrétti og loftslagsáhrif séu rannsökuð. Margt sé á döfinni í háskólanum. Innlent 21. júlí 2025 12:01
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 21. júlí 2025 07:20
Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. Erlent 19. júlí 2025 20:38
Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Skoðun 17. júlí 2025 09:33
Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. Erlent 16. júlí 2025 07:56
Pútín lætur sér fátt um finnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. Erlent 15. júlí 2025 17:57
Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Júlía Navalní, ekkja Alexei Navalní pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, biðlar til ítalskra stjórnvalda að aflýsa tónleikum leiddum af rússneskum hljómsveitarstjórnanda sem er sagður nátengdur Pútín. Erlent 15. júlí 2025 15:20
Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum. Erlent 15. júlí 2025 06:59
Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Keith Kellogg hershöfðingi í Bandaríkjaher og Sérstakur ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta kom til Úkraínu í morgun til skrafs og ráðagerða en búist er við því að rætt verði um frekari hernaðarstuðning fyrir Úkraínumenn og hertari refsiaðgerðir gegn Rússum. Erlent 14. júlí 2025 07:31
Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað Rússum skilyrðislausan stuðning sinn í innrásarstríði þeirra við Úkraínu. Erlent 13. júlí 2025 07:53
Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Rússar skutu rúmlega sex hundruð flugskeytum og drónum í gríðarstórri árás í nótt á vesturhluta Úkraínu. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir. Erlent 12. júlí 2025 10:35
Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá. Erlent 11. júlí 2025 07:33
Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Tveir létust og fleiri særðust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt en fjöldi sprenginga heyrðist í höfuðborginni. Íbúum var ráðlagt að leita skjóls og fjöldi fólks varði nóttinni á aðallestarstöð borgarinnar. Erlent 10. júlí 2025 07:10
Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Rússneski herinn gerði gríðarlega umfangsmiklar árásir á Úkraínu í nótt, að sögn Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta, gegn 741 skotmarki. Segir hann Rússa hafa notað 728 dróna og þrettán eldflaugar í árásinni. Erlent 9. júlí 2025 10:21
Er Trump að gefast upp á Pútín? Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist vera farinn að reyna á þolinmæði Donald Trump Bandaríkjaforseta en síðarnefndi sagði í gær að Pútín væri fullur af „kjaftæði“. Erlent 9. júlí 2025 06:50
„Kannski var þetta prakkarastrik“ Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að palestínski fáninn sem dreginn var að húni við ráðhúsið í síðustu viku hafi vakið blendin viðbrögð. Hún segist ekkert vita hver hafi skorið á fánaböndin í gær en henni þyki umhugsunarvert að fólk hafi horn í síðu blaktandi fána frekar þjóðarmorðs á Gasaströndinni. Innlent 8. júlí 2025 22:05
Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. Erlent 8. júlí 2025 13:33
Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. Erlent 8. júlí 2025 12:59