Heimamenn í AC Milan ógnuðu marki gestanna meira í kvöld en það dugði þó ekki til og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð markalaust jafntefli.
Leikið er heima og að heiman í undanúrslitum Coppa Italia og því er allt undir þegar liðin mætast á ný þann 20. apríl.
Bæði lið eru einnig í harðri toppbaráttu í ítölsku úrvalsdeildinni þar sem AC Milan er með 57 stig í öðru sæti, tveimur stigum meira en Inter sem situr í þriðja sæti.