Þrír bæjarlistarmenn frumsýndu nýjan fjölskyldusöngleik í Gaflaraleikhúsinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. mars 2022 14:01 Gleðin var í hámarki í Hafnarfirði um helgina. Mikið var um að vera í Gaflaraleikhúsinu um helgina þegar fjölskyldusöngleikurinn Langelstur að eilífu var frumsýndur. Var bæði hlegið og grátið í salnum, enda er þetta einstök saga um fallega vináttu. Björk Jakobsdóttir er leikstjóri verksins auk þess sem hún skrifar leikgerðina sem byggir á verðlaunabókum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur; Langelstur í bekknum, Langelstur í Leynifélaginu og Langelstur að eilífu. Þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir skiptast á að leika aðalhlutverkið, Eyju, á móti Sigga Sigurjóns sem fer með hlutverk Rögnvaldar, en hann hefur verið fastur í fyrsta bekk í 90 ár. Stoltur leikstjóri ásamt leikurunum sínum.JPEG Foreldra Eyju leika þau Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir og fara þau á kostum í verkinu. Ásgrímur og Júlíana Sara voru eitt sinn gift en Björk grínaðist með að hún hafi fengið leyfi áður en hún paraði þau saman og þakkaði núverandi mökum þeirra fyrir skilninginn. Máni Svavars samdi tónlistina í verkinu og naut liðsinnis Bergrúnar og Bjarkar við að smíða texta fyrir lögin. Það er einstaklega viðeigandi að verkið sé sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði en þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar koma að þessu verkefni. Siggi Sigurjóns var bæjarlistamaður ársins 2008, Björk árið 2019 og Bergrún Íris árið 2020. Leikarinn Stormur ásamt foreldrum sínum og systur, þeim Birni, Írisi Dögg og Sölku. Í verkinu leikur stór hópur ungra barna og voru fjölskyldur litlu leikaranna að vonum stolt af frammistöðu þeirra. Magnús Geir Þórðarson, sem sjálfur hefur stýrt þremur leikhúsum, er faðir Árna Gunnars sem fer með hlutverk Magna í sýningunni. Magnús hafði þetta um frumsýningu Langelstur að eilífu að segja: „Þetta er dásamlega falleg fjölskyldusýning sem kætir og bætir. Bráðfyndin sýning en líka hjartnæm og nærandi. Algjör krúttbomba þar sem börnin brillera við hlið stórkostlegra atvinnuleikara með okkar frábæra Sigga Sig í broddi fylkingar. Við, foreldrarnir, erum að springa af stolti yfir frammistöðu okkar manns, elsku Árna Gunnars.“ Magnús Geir, Ingibjörg Ösp og Dagur fögnuðu með Árna Gunnari sem leikur í sýningunni. Tónlist Mána Svavars setur punktinn yfir i-ið en Máni samdi sex ný lög sem eru hvert öðru betra og verða eflaust á allra vörum innan skamms. Uppselt er á nokkrar sýningar en hægt er að tryggja sér miða á tix.is. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum fyrr í vetur. Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir frá frumsýningarhelgi Langelstur að eilífu. Leikarinn Auðunn Sölvi sló í gegn í Mömmu Klikk og mætti með fjölskyldunni í Gaflaraleikhúsið. Þórdís Lára mætti í sparikjólnum til að fylgjast með foreldrum sínum, þeim Júlíönu og Ásgrími á sviði. Leikkonan Helga með foreldrum sínum Sigrúnu Agnesi og Aðalsteini. Gunni Helga eiginmaður leikstjórans var í stuði að vanda, hér með myndavélina á lofti Frumsýningargestir fengu að sjálfsögðu köku í tilefni dagsins Diljá Pétursdóttir er aðstoðarleikstjóri sýningarinnar, hér með Bergrúnu Írisi Gestir og gangandi gátu brugðið sér í líki Eyju og Rögnvaldar Ólafur Gunnar ásamt ömmu sinni. Iðunn Eldey á ekki langt að sækja leikhæfileikana en foreldrar hennar eru öll í Leikhópnum Lottu. Bergrún Íris ásamt Nínu sem leikur Eyju og yngri syni sínum Hrannari Þór Frumsýningagestir Fallegum munum tengdum bókunum hafði verið stillt upp í upplýstum skáp Iðunn Eldey var kampakát eftir frumsýninguna á sunnudeginum Leikhús Börn og uppeldi Hafnarfjörður Samkvæmislífið Tengdar fréttir Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. 24. febrúar 2022 16:54 Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Björk Jakobsdóttir er leikstjóri verksins auk þess sem hún skrifar leikgerðina sem byggir á verðlaunabókum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur; Langelstur í bekknum, Langelstur í Leynifélaginu og Langelstur að eilífu. Þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir skiptast á að leika aðalhlutverkið, Eyju, á móti Sigga Sigurjóns sem fer með hlutverk Rögnvaldar, en hann hefur verið fastur í fyrsta bekk í 90 ár. Stoltur leikstjóri ásamt leikurunum sínum.JPEG Foreldra Eyju leika þau Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir og fara þau á kostum í verkinu. Ásgrímur og Júlíana Sara voru eitt sinn gift en Björk grínaðist með að hún hafi fengið leyfi áður en hún paraði þau saman og þakkaði núverandi mökum þeirra fyrir skilninginn. Máni Svavars samdi tónlistina í verkinu og naut liðsinnis Bergrúnar og Bjarkar við að smíða texta fyrir lögin. Það er einstaklega viðeigandi að verkið sé sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði en þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar koma að þessu verkefni. Siggi Sigurjóns var bæjarlistamaður ársins 2008, Björk árið 2019 og Bergrún Íris árið 2020. Leikarinn Stormur ásamt foreldrum sínum og systur, þeim Birni, Írisi Dögg og Sölku. Í verkinu leikur stór hópur ungra barna og voru fjölskyldur litlu leikaranna að vonum stolt af frammistöðu þeirra. Magnús Geir Þórðarson, sem sjálfur hefur stýrt þremur leikhúsum, er faðir Árna Gunnars sem fer með hlutverk Magna í sýningunni. Magnús hafði þetta um frumsýningu Langelstur að eilífu að segja: „Þetta er dásamlega falleg fjölskyldusýning sem kætir og bætir. Bráðfyndin sýning en líka hjartnæm og nærandi. Algjör krúttbomba þar sem börnin brillera við hlið stórkostlegra atvinnuleikara með okkar frábæra Sigga Sig í broddi fylkingar. Við, foreldrarnir, erum að springa af stolti yfir frammistöðu okkar manns, elsku Árna Gunnars.“ Magnús Geir, Ingibjörg Ösp og Dagur fögnuðu með Árna Gunnari sem leikur í sýningunni. Tónlist Mána Svavars setur punktinn yfir i-ið en Máni samdi sex ný lög sem eru hvert öðru betra og verða eflaust á allra vörum innan skamms. Uppselt er á nokkrar sýningar en hægt er að tryggja sér miða á tix.is. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum fyrr í vetur. Vísir/Vilhelm Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir frá frumsýningarhelgi Langelstur að eilífu. Leikarinn Auðunn Sölvi sló í gegn í Mömmu Klikk og mætti með fjölskyldunni í Gaflaraleikhúsið. Þórdís Lára mætti í sparikjólnum til að fylgjast með foreldrum sínum, þeim Júlíönu og Ásgrími á sviði. Leikkonan Helga með foreldrum sínum Sigrúnu Agnesi og Aðalsteini. Gunni Helga eiginmaður leikstjórans var í stuði að vanda, hér með myndavélina á lofti Frumsýningargestir fengu að sjálfsögðu köku í tilefni dagsins Diljá Pétursdóttir er aðstoðarleikstjóri sýningarinnar, hér með Bergrúnu Írisi Gestir og gangandi gátu brugðið sér í líki Eyju og Rögnvaldar Ólafur Gunnar ásamt ömmu sinni. Iðunn Eldey á ekki langt að sækja leikhæfileikana en foreldrar hennar eru öll í Leikhópnum Lottu. Bergrún Íris ásamt Nínu sem leikur Eyju og yngri syni sínum Hrannari Þór Frumsýningagestir Fallegum munum tengdum bókunum hafði verið stillt upp í upplýstum skáp Iðunn Eldey var kampakát eftir frumsýninguna á sunnudeginum
Leikhús Börn og uppeldi Hafnarfjörður Samkvæmislífið Tengdar fréttir Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. 24. febrúar 2022 16:54 Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. 24. febrúar 2022 16:54
Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31
Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30