Sannkölluð bikarhetja Liverpool liðsins á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 15:32 Takumi Minamino fagnar hér með bikarinn á Wembley eftir sigur Liverpool í enska deildabikarnum um síðustu helgi. Getty/Chris Brunskill Japanski knattspyrnumaðurinn Takumi Minamino var enn á ný á skotskónum í bikarleik með Liverpool í gærkvöldi þegar liðið sló út Norwich og komst í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Minamino skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri en hann hefur heldur betur raðað inn mörkum í bikarkeppnunum í vetur. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Minamino var markahæsti leikmaður Liverpool í enska deildabikarnum en hann skoraði þar fjögur mörk í fimm leikjum en hann skoraði einnig úr sinni vítaspyrnu í úrslitaleiknum á móti Chelsea. Það eru fáir búnir að gleyma endurkomunni á móti Leicester City þar sem Liverpool var 3-1 undir þegar Minamino tók til sinna ráða. Lagði fyrst upp mark fyrir Diogo Jota og skoraði síðan jöfnunarmarkið sjálfur. Liverpool vann leikinn í vítakeppni þar sem Minamino klikkaði reyndar á sinni vítaspyrnu. Minamino hafði einnig skorað í bikarsigri á Cardiff City í 32 liða úrslitum enska bikarsins og er þar með kominn með þrjú mörk í þremur leikjum í ensku bikarkeppninni á leiktíðinni. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Minamino er langmarkahæsti leikmaður Liverpool í bikarkeppnunum en hann er nú kominn með sjö mörk í átta bikarleikjum. Minamino hefur skorað þremur bikarmörkum meira en næsti maður sem er Diogo Jota. Minamino hefur reyndar skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins fengið að spila samanlagt 86 mínútur. Klopp hefur hent honum tíu sinnum inn á undir lok leikja og hann skoraði bæði gegn Arsenal og gegn Brentford. Minamino hefur aftur á móti ekki skorað á sínum 215 mínútum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Samanlagt gera þetta níu mörk á 890 mínútum eða mark á 99 mínútna fresti sem er alls ekki slæm tölfræði hjá þessum 27 ára Japana. 8 - Since the start of 2020, Takumi Minamino has scored eight goals in domestic cup competitions (League Cup/FA Cup), twice as many as any other Liverpool player in this period. Specialist.— OptaJoe (@OptaJoe) March 2, 2022 Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Minamino skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri en hann hefur heldur betur raðað inn mörkum í bikarkeppnunum í vetur. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Minamino var markahæsti leikmaður Liverpool í enska deildabikarnum en hann skoraði þar fjögur mörk í fimm leikjum en hann skoraði einnig úr sinni vítaspyrnu í úrslitaleiknum á móti Chelsea. Það eru fáir búnir að gleyma endurkomunni á móti Leicester City þar sem Liverpool var 3-1 undir þegar Minamino tók til sinna ráða. Lagði fyrst upp mark fyrir Diogo Jota og skoraði síðan jöfnunarmarkið sjálfur. Liverpool vann leikinn í vítakeppni þar sem Minamino klikkaði reyndar á sinni vítaspyrnu. Minamino hafði einnig skorað í bikarsigri á Cardiff City í 32 liða úrslitum enska bikarsins og er þar með kominn með þrjú mörk í þremur leikjum í ensku bikarkeppninni á leiktíðinni. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Minamino er langmarkahæsti leikmaður Liverpool í bikarkeppnunum en hann er nú kominn með sjö mörk í átta bikarleikjum. Minamino hefur skorað þremur bikarmörkum meira en næsti maður sem er Diogo Jota. Minamino hefur reyndar skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins fengið að spila samanlagt 86 mínútur. Klopp hefur hent honum tíu sinnum inn á undir lok leikja og hann skoraði bæði gegn Arsenal og gegn Brentford. Minamino hefur aftur á móti ekki skorað á sínum 215 mínútum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Samanlagt gera þetta níu mörk á 890 mínútum eða mark á 99 mínútna fresti sem er alls ekki slæm tölfræði hjá þessum 27 ára Japana. 8 - Since the start of 2020, Takumi Minamino has scored eight goals in domestic cup competitions (League Cup/FA Cup), twice as many as any other Liverpool player in this period. Specialist.— OptaJoe (@OptaJoe) March 2, 2022
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira