Segir sögu íslenskra húsa: „Datt í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook“ Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2022 13:30 Á síðustu árum hefur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur í nokkrum lotum birt daglegar færslur á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir sögu einhvers húss á Íslandi sem vakið hafi áhuga hans. Vísir/Vilhelm Guðjón Friðriksson sagnfræðingur birtir í dag tvö hundruðustu færsluna á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir stuttlega frá sögu húss á Íslandi sem hafi vakið áhuga hans. Hann hefur kallað færslurnar „Hús dagsins“ og hafa þær notið mikilla vinsælda hjá vinum og Facebook-fylgjendum Guðjóns. „Þegar ég byrjaði með þetta þá datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook. Það er svo mikil neikvæðni þarna,“ segir Guðjón í samtali við fréttastofu. „Þetta var því bara einhver hugdetta hjá mér að byrja með þessar færslur, en viðbrögðin voru þannig að þetta var vel þegið svo ég hef haldið þessu áfram.“ Situr á töluverðum fjölda af húsamyndum Guðjón segist hafa birt nokkra tugi færslna á hverjum degi í nokkrum lotum á síðustu ár. „Ég held að þetta sé fjórða lotan núna. Til að byrja með þá einblíndi ég svolítið á hús í Reykjavík. Ég skrifaði Sögu Reykjavíkur á sínum tíma og þegar ég var að fara í gegnum skjöl og svoleiðis þá punktaði ég hjá mér ýmsar upplýsingar um einstök hús. Hélt eins konar spjaldskrá sem ég hef notað svolítið síðan. Svo skrifaði ég stutta bók fyrir ferðamenn, Reykjavík Walks, sem kom út fyrir fyrir átta eða níu árum og þá tók þá mikinn fjölda mynda af húsum í borginni. Ég notaði ekki nema lítinn hluta af þeim myndum í þessa litlu bók þannig að ég átti töluverðan forða af húsamyndum.“ Þurfa helst að vera í góðu standi Síðustu tvö sumur hefur Guðjón svo verið að ferðast um landið. „Maður fór ekki mikið til útlanda. Þá fór ég að taka myndir af húsum á þeim húsum þar sem ég kom,“ segir Guðjón. En hvaða hús verða fyrir valinu hjá þér? Hvaða hús rata í „Hús dagsins“? „Ég vil nú helst að þetta séu hús sem eru í góðu standi, vel við haldið. Þetta eru hús sem mér finnst annað hvort falleg eða athyglisverð út frá byggingarsögu eða arkitektúrssjónarmiði. Ég hef verið með mikið af gömlum húsum, ég hef ekki mikið farið út í nýjustu húsin þó að það hafi komið fyrir.“ Tvö hundruðasta færslan síðar í dag Guðjón segist vera að gera þetta sjálfum sér og öðrum til skemmtunar, en líkt og áður sagði þá birtist tvö hundruðasta færslan í síðar dag. Hann segist reikna með að byggingin sem verði fyrir valinu verði Hóladómkirkja. „Annars verða þetta, held ég, tíu færslur í viðbót í þessari lotu þannig að ég verði kominn í 210. Ég er svo að fara á fullt í önnur verkefni þannig að ég má ekki vera að því að sinna þessu. En það má vel vera að það verði eitthvað meira síðar meir. Ég á í það minnsta helling af myndum til að nota.“ Vel þjálfaður Guðjón segist vera orðinn vel þjálfaður að nálgast upplýsingar um einstök hús. „Ég er búinn að vinna sem sagnfræðingur í þrjátíu, fjörutíu ár þannig að ég veit hvar á að leita. Ég hringi líka stundum í fólk til að fá upplýsingar um ákveðin hús.“ Hann segir að einhverjir hafi verið að skora á sig að fara lengra með þessar færslur og koma þeim mögulega á prent. „Ég er samt önnum kafinn í öðru svo ég hef eiginlega ekki tíma í það. Enda þyrfti það að vera eitthvað „konsept“. Mér finnst eiginlega ekki hægt að vera með bók um tilviljanakennd hús.“ Hann segir það jákvætt ef færslurnar hafa orðið til þess að auka áhuga fólks á byggingarsögu og arkitektúr. „Ég hef fengið ábendingar um að fólk leggi leið sína, fari í göngutúra, til að skoða hús sem hafa komið þarna við sögu. Það er bara skemmtilegt.“ Hægt er að skoða fyrri færslur inni á Facebook-síðu Guðjóns. Ljósmyndun Húsavernd Menning Samfélagsmiðlar Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þegar ég byrjaði með þetta þá datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook. Það er svo mikil neikvæðni þarna,“ segir Guðjón í samtali við fréttastofu. „Þetta var því bara einhver hugdetta hjá mér að byrja með þessar færslur, en viðbrögðin voru þannig að þetta var vel þegið svo ég hef haldið þessu áfram.“ Situr á töluverðum fjölda af húsamyndum Guðjón segist hafa birt nokkra tugi færslna á hverjum degi í nokkrum lotum á síðustu ár. „Ég held að þetta sé fjórða lotan núna. Til að byrja með þá einblíndi ég svolítið á hús í Reykjavík. Ég skrifaði Sögu Reykjavíkur á sínum tíma og þegar ég var að fara í gegnum skjöl og svoleiðis þá punktaði ég hjá mér ýmsar upplýsingar um einstök hús. Hélt eins konar spjaldskrá sem ég hef notað svolítið síðan. Svo skrifaði ég stutta bók fyrir ferðamenn, Reykjavík Walks, sem kom út fyrir fyrir átta eða níu árum og þá tók þá mikinn fjölda mynda af húsum í borginni. Ég notaði ekki nema lítinn hluta af þeim myndum í þessa litlu bók þannig að ég átti töluverðan forða af húsamyndum.“ Þurfa helst að vera í góðu standi Síðustu tvö sumur hefur Guðjón svo verið að ferðast um landið. „Maður fór ekki mikið til útlanda. Þá fór ég að taka myndir af húsum á þeim húsum þar sem ég kom,“ segir Guðjón. En hvaða hús verða fyrir valinu hjá þér? Hvaða hús rata í „Hús dagsins“? „Ég vil nú helst að þetta séu hús sem eru í góðu standi, vel við haldið. Þetta eru hús sem mér finnst annað hvort falleg eða athyglisverð út frá byggingarsögu eða arkitektúrssjónarmiði. Ég hef verið með mikið af gömlum húsum, ég hef ekki mikið farið út í nýjustu húsin þó að það hafi komið fyrir.“ Tvö hundruðasta færslan síðar í dag Guðjón segist vera að gera þetta sjálfum sér og öðrum til skemmtunar, en líkt og áður sagði þá birtist tvö hundruðasta færslan í síðar dag. Hann segist reikna með að byggingin sem verði fyrir valinu verði Hóladómkirkja. „Annars verða þetta, held ég, tíu færslur í viðbót í þessari lotu þannig að ég verði kominn í 210. Ég er svo að fara á fullt í önnur verkefni þannig að ég má ekki vera að því að sinna þessu. En það má vel vera að það verði eitthvað meira síðar meir. Ég á í það minnsta helling af myndum til að nota.“ Vel þjálfaður Guðjón segist vera orðinn vel þjálfaður að nálgast upplýsingar um einstök hús. „Ég er búinn að vinna sem sagnfræðingur í þrjátíu, fjörutíu ár þannig að ég veit hvar á að leita. Ég hringi líka stundum í fólk til að fá upplýsingar um ákveðin hús.“ Hann segir að einhverjir hafi verið að skora á sig að fara lengra með þessar færslur og koma þeim mögulega á prent. „Ég er samt önnum kafinn í öðru svo ég hef eiginlega ekki tíma í það. Enda þyrfti það að vera eitthvað „konsept“. Mér finnst eiginlega ekki hægt að vera með bók um tilviljanakennd hús.“ Hann segir það jákvætt ef færslurnar hafa orðið til þess að auka áhuga fólks á byggingarsögu og arkitektúr. „Ég hef fengið ábendingar um að fólk leggi leið sína, fari í göngutúra, til að skoða hús sem hafa komið þarna við sögu. Það er bara skemmtilegt.“ Hægt er að skoða fyrri færslur inni á Facebook-síðu Guðjóns.
Ljósmyndun Húsavernd Menning Samfélagsmiðlar Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira