Búast við jafnvægi á íbúðamarkaði á næsta ári Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 19:19 Húsnæðismarkaðurinn reynist mörgum erfiður. vísir/vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka segir íbúðamarkað enn vera á blússandi siglingu og mikla eftirspurnarspennu ríkja á markaði. Þó er hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári með dvínandi eftirspurn og auknu framboði nýrra íbúða. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að mikill uppgangur hafi verið á íbúðamarkaði frá því skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á hér á landi. Á síðasta ári hafi íbúðaverð hækkað um sextán prósent eða ríflega 10 prósent að raunvirði. „Mikil eftirspurn er enn til staðar á markaðnum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur íbúðaverð hækkað um þrjú prósent að nafnvirði samkvæmt gögnum Hagstofu,“ segir í pistlinum. Vaxtalækkanir hafi áhrif á eftirspurn en ekki vaxtahækkanir Skýring aukinnar eftirspurnar í upphafi faraldurs hafi verið lækkun stýrivaxta sem hafi orðið til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Seðlabanki Íslands hefur reynt að stíga á bremsuna undanfarið með vaxtalækkunum, nú síðast þann 9. febrúar um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 2,75 prósent. „Hingað til hefur hækkun vaxta ekki haft áhrif á eftirspurnina sem er enn með mesta móti,“ segir í pistli greiningardeildar. Þó hafi dregið nokkuð úr veltu og fjölda kaupsamninga á undanförnum mánuðum en það sé líklega vegna þess að framboð er af skornum skammti fremur en vegna þess að eftirspurnarhlið markaðarins sé að róast. Framboð haldi ekki í við eftirspurn „Nokkuð ljóst er að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina og þessa dagana er mjög lítið af íbúðum til sölu,“ segir greiningardeildin og bendir á að aðeins séu um 450 eignir á sölu á höfuðborgarsvæðinu og 1.050 á landinu öllu. Þó sé ekki hægt að fullyrða að ekki sé verið að byggja íbúðir. „Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir samkvæmt gögnum Hagstofu. Á síðasta ári fækkaði þeim heldur og voru um 3.200 talsins sem er þó töluvert yfir meðaltali síðastliðinna ára.“ Greiningardeild telur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði muni dvína og framboð nýrra íbúða aukast þegar fram í sækir. Því sé hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að mikill uppgangur hafi verið á íbúðamarkaði frá því skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á hér á landi. Á síðasta ári hafi íbúðaverð hækkað um sextán prósent eða ríflega 10 prósent að raunvirði. „Mikil eftirspurn er enn til staðar á markaðnum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur íbúðaverð hækkað um þrjú prósent að nafnvirði samkvæmt gögnum Hagstofu,“ segir í pistlinum. Vaxtalækkanir hafi áhrif á eftirspurn en ekki vaxtahækkanir Skýring aukinnar eftirspurnar í upphafi faraldurs hafi verið lækkun stýrivaxta sem hafi orðið til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Seðlabanki Íslands hefur reynt að stíga á bremsuna undanfarið með vaxtalækkunum, nú síðast þann 9. febrúar um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 2,75 prósent. „Hingað til hefur hækkun vaxta ekki haft áhrif á eftirspurnina sem er enn með mesta móti,“ segir í pistli greiningardeildar. Þó hafi dregið nokkuð úr veltu og fjölda kaupsamninga á undanförnum mánuðum en það sé líklega vegna þess að framboð er af skornum skammti fremur en vegna þess að eftirspurnarhlið markaðarins sé að róast. Framboð haldi ekki í við eftirspurn „Nokkuð ljóst er að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina og þessa dagana er mjög lítið af íbúðum til sölu,“ segir greiningardeildin og bendir á að aðeins séu um 450 eignir á sölu á höfuðborgarsvæðinu og 1.050 á landinu öllu. Þó sé ekki hægt að fullyrða að ekki sé verið að byggja íbúðir. „Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir samkvæmt gögnum Hagstofu. Á síðasta ári fækkaði þeim heldur og voru um 3.200 talsins sem er þó töluvert yfir meðaltali síðastliðinna ára.“ Greiningardeild telur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði muni dvína og framboð nýrra íbúða aukast þegar fram í sækir. Því sé hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent