Búast við jafnvægi á íbúðamarkaði á næsta ári Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 19:19 Húsnæðismarkaðurinn reynist mörgum erfiður. vísir/vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka segir íbúðamarkað enn vera á blússandi siglingu og mikla eftirspurnarspennu ríkja á markaði. Þó er hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári með dvínandi eftirspurn og auknu framboði nýrra íbúða. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að mikill uppgangur hafi verið á íbúðamarkaði frá því skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á hér á landi. Á síðasta ári hafi íbúðaverð hækkað um sextán prósent eða ríflega 10 prósent að raunvirði. „Mikil eftirspurn er enn til staðar á markaðnum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur íbúðaverð hækkað um þrjú prósent að nafnvirði samkvæmt gögnum Hagstofu,“ segir í pistlinum. Vaxtalækkanir hafi áhrif á eftirspurn en ekki vaxtahækkanir Skýring aukinnar eftirspurnar í upphafi faraldurs hafi verið lækkun stýrivaxta sem hafi orðið til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Seðlabanki Íslands hefur reynt að stíga á bremsuna undanfarið með vaxtalækkunum, nú síðast þann 9. febrúar um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 2,75 prósent. „Hingað til hefur hækkun vaxta ekki haft áhrif á eftirspurnina sem er enn með mesta móti,“ segir í pistli greiningardeildar. Þó hafi dregið nokkuð úr veltu og fjölda kaupsamninga á undanförnum mánuðum en það sé líklega vegna þess að framboð er af skornum skammti fremur en vegna þess að eftirspurnarhlið markaðarins sé að róast. Framboð haldi ekki í við eftirspurn „Nokkuð ljóst er að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina og þessa dagana er mjög lítið af íbúðum til sölu,“ segir greiningardeildin og bendir á að aðeins séu um 450 eignir á sölu á höfuðborgarsvæðinu og 1.050 á landinu öllu. Þó sé ekki hægt að fullyrða að ekki sé verið að byggja íbúðir. „Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir samkvæmt gögnum Hagstofu. Á síðasta ári fækkaði þeim heldur og voru um 3.200 talsins sem er þó töluvert yfir meðaltali síðastliðinna ára.“ Greiningardeild telur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði muni dvína og framboð nýrra íbúða aukast þegar fram í sækir. Því sé hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári. Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að mikill uppgangur hafi verið á íbúðamarkaði frá því skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á hér á landi. Á síðasta ári hafi íbúðaverð hækkað um sextán prósent eða ríflega 10 prósent að raunvirði. „Mikil eftirspurn er enn til staðar á markaðnum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur íbúðaverð hækkað um þrjú prósent að nafnvirði samkvæmt gögnum Hagstofu,“ segir í pistlinum. Vaxtalækkanir hafi áhrif á eftirspurn en ekki vaxtahækkanir Skýring aukinnar eftirspurnar í upphafi faraldurs hafi verið lækkun stýrivaxta sem hafi orðið til þess að kjör á íbúðalánum urðu hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Seðlabanki Íslands hefur reynt að stíga á bremsuna undanfarið með vaxtalækkunum, nú síðast þann 9. febrúar um 0,75 prósentustig. Stýrivextir eru nú 2,75 prósent. „Hingað til hefur hækkun vaxta ekki haft áhrif á eftirspurnina sem er enn með mesta móti,“ segir í pistli greiningardeildar. Þó hafi dregið nokkuð úr veltu og fjölda kaupsamninga á undanförnum mánuðum en það sé líklega vegna þess að framboð er af skornum skammti fremur en vegna þess að eftirspurnarhlið markaðarins sé að róast. Framboð haldi ekki í við eftirspurn „Nokkuð ljóst er að framboð íbúða heldur ekki í við eftirspurnina og þessa dagana er mjög lítið af íbúðum til sölu,“ segir greiningardeildin og bendir á að aðeins séu um 450 eignir á sölu á höfuðborgarsvæðinu og 1.050 á landinu öllu. Þó sé ekki hægt að fullyrða að ekki sé verið að byggja íbúðir. „Metfjöldi nýrra íbúða kom inn á markaðinn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir samkvæmt gögnum Hagstofu. Á síðasta ári fækkaði þeim heldur og voru um 3.200 talsins sem er þó töluvert yfir meðaltali síðastliðinna ára.“ Greiningardeild telur að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði muni dvína og framboð nýrra íbúða aukast þegar fram í sækir. Því sé hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári.
Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira