Gott gengi Arsenal heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 16:15 Úr leik dagsins. Julian Finney/Getty Images Arsenal vann 3-2 útisigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var einkar fjörugur og mörkin í glæsilegri kantinum. Fyrrum undrabarnið Martin Ødegaard kom Arsenal yfir eftir undirbúning Bukayo Saka strax á fimmtu mínútu leiksins. Adam var þó ekki lengi í paradís en eftirnafnslausu mennirnir Kiko og Cucho léku Arsenal vörnina grátt skömmu síðar. Kiko tók utan á hlaup hægra megin og fékk boltann, hann sendi boltann inn á teig og Cucho klippti boltann glæsilega í netið. Staðan orðin 1-1 og veislan rétt að byrja. Þegar sléttur hálftími var liðinn lagði Alexandre Lacazette boltann á Saka sem skoraði með glæsilegu skoti í kringum vítateigslínuna. Staðan orðin 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Gabriel Martinelli kom Arsenal 3-1 yfir í upphafi síðari hálfleiks og virtist sem liðið ætlaði að sigla sigrinum örugglega heim. Moussa Sissoko var ekki þeirrar skoðunar en hann minnkaði muninn í 3-2 skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki og Arsenal landaði mikilvægum þremur stigum í baráttunni um 4. sætið. Arsenal er nú í 4. sæti deildarinnar með 48 stig að loknum 25 leikjum. Watford er í 19. sæti með 19 stig, þremur stigum frá öruggu sæti, eftir 27 leiki. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal vann 3-2 útisigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var einkar fjörugur og mörkin í glæsilegri kantinum. Fyrrum undrabarnið Martin Ødegaard kom Arsenal yfir eftir undirbúning Bukayo Saka strax á fimmtu mínútu leiksins. Adam var þó ekki lengi í paradís en eftirnafnslausu mennirnir Kiko og Cucho léku Arsenal vörnina grátt skömmu síðar. Kiko tók utan á hlaup hægra megin og fékk boltann, hann sendi boltann inn á teig og Cucho klippti boltann glæsilega í netið. Staðan orðin 1-1 og veislan rétt að byrja. Þegar sléttur hálftími var liðinn lagði Alexandre Lacazette boltann á Saka sem skoraði með glæsilegu skoti í kringum vítateigslínuna. Staðan orðin 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Gabriel Martinelli kom Arsenal 3-1 yfir í upphafi síðari hálfleiks og virtist sem liðið ætlaði að sigla sigrinum örugglega heim. Moussa Sissoko var ekki þeirrar skoðunar en hann minnkaði muninn í 3-2 skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki og Arsenal landaði mikilvægum þremur stigum í baráttunni um 4. sætið. Arsenal er nú í 4. sæti deildarinnar með 48 stig að loknum 25 leikjum. Watford er í 19. sæti með 19 stig, þremur stigum frá öruggu sæti, eftir 27 leiki.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti