Lautaro Martinez kom heimamönnum í Inter yfir á 22. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir hálfleik og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Martinez fullkomnaði svo þrennu sína á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Edin Dzeko, en sá síðarnefndi bætti fjórða marki liðsins við stuttu síðar.
Dzeko breytti stöðunni svo í 5-0 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og þar við sat.
Með sigrinum lyfti Inter sér aftur á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar, en titilbaráttan er hörð. Napoli og nágrannar Inter í AC Milan sitja í öðru og þriðja sæti með 57 stig, einu stigi minna en Inter.
Salernitana situr hins vegar sem fastast á botni deildarinnar með 15 stig, tíu stigum f´ra öruggu sæti.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.