Tónlist

Markmiðið að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Frá vinstri: Örlygur Smári, Sólveig Ásgeirs og Valgeir Magnússon.
Hljómsveitin Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Frá vinstri: Örlygur Smári, Sólveig Ásgeirs og Valgeir Magnússon. Aðsend

Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valgeir Magnússon mynda hljómsveitina Poppvélin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa elskað tónlist frá ungum aldri og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ná þau vel saman sem heild. Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist.

Hver eruð þið í ykkar eigin orðum?

Við erum Poppvélin, band sem byrjaði fyrir tæpu ári síðan með það að markmiði að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni.

Hvenær kviknaði ástríðan fyrir tónlist?

Ástríðan fyrir tónlist kviknaði hjá okkur öllum þegar við vorum ung og við erum með mjög ólíkan bakgrunn í tónlistarheiminum sem sameinast á skemmtilegan hátt í Poppvélinni

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist?

Að sjá hugmyndir verða að veruleika, vinna með frjóu og skemmtilegu fólki og fá að koma fram á ólíkum viðburðum og skemmta fólki.

Hvernig hafið þið sem hljómsveit þróast frá því þið komuð fyrst fram?

Við höfum átt gott samstarf frá upphafi og það hefur þróast áfram í því að geta skapað í sameiningu, átt auðvelt með að koma með nýjar hugmyndir og fundið meira öryggi í liðsheildinni.

Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem nýliði ársins?

Það var ótrúlega skemmtilegt og óvænt! Við erum stolt og þakklát fyrir tilnefninguna.


Tengdar fréttir

Öðlaðist loksins kjark til að láta tónlistardrauminn rætast

Karen Ósk skaust fram á sjónarsvið síðastliðið haust þegar hún sendi frá sér lagið Haustið með engum öðrum en Friðriki Dór. Þessi tvítuga söngkona er rétt að byrja en hún er tilnefnd til verðlauna á Hlustendaverðlaununum í ár sem Nýliði Ársins.

„Ég er mad partý dýr“

Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×