„Vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:38 Ralf Rangnick gerir sér grein fyrir því að Manchester United þarf að vinna leiki. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega ósáttur við 4-1 tap sinna mann í borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segist vita fullvel að liðið þurfi að vinna næstu leiki. „Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
„Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29