„Vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:38 Ralf Rangnick gerir sér grein fyrir því að Manchester United þarf að vinna leiki. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega ósáttur við 4-1 tap sinna mann í borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segist vita fullvel að liðið þurfi að vinna næstu leiki. „Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
„Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29