„Sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 07:31 Leikmenn Manchester United voru fljótir að gefast upp í gær að mati Roy Keane sem segir þörf á miklum breytingum í félaginu. Getty/Lynne Cameron Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var foxillur vegna frammistöðu liðsins gegn Manchester City í gær og sagði United-menn einfaldlega hafa gefist upp. Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City í öruggum 4-1 sigri þar sem United-menn áttu ekki eitt einasta skot allan seinni hálfleikinn. „Þeir gáfust upp. Fyrir leikmann í grannaslag eða hvaða leik sem er þá er það óverjanlegt,“ sagði Keane á Sky Sports. Manchester United have failed to have a single shot in the second half of a Premier League game just two times in the last six seasons: vs. Liverpool (2017) vs. Man City (2022)Embarrassing. pic.twitter.com/SFraDRQVmK— Squawka Football (@Squawka) March 6, 2022 „Fegurðin við leiki á hæsta stigi er að það er hvergi hægt að fela sig. Við sáum öll hvað upp á vantaði hjá United. Það er hægt að tapa fótboltaleik með ýmsum hætti en United tapaði með því að leikmenn hættu að hlaupa og gáfust upp. Ég botna ekkert í því að leikmenn hlaupi ekki aftur til að verjast,“ sagði Keane. „Svo langt á eftir hinum liðunum“ „Stjórinn mun fá sína gagnrýni fyrir taktík en það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn sem spila fyrir Manchester United hlaupi ekki í vörn. Þeir hentu inn handklæðinu og það er skammarlegt. Þetta er erfitt þegar maður er að mæta virkilega góðu liði. En menn verða að hlaupa til baka – verða að tækla. Þetta sýnir hvar liðið og félagið er statt. Það er svo langt á eftir hinum liðunum,“ sagði Keane. Fyrirgefur mistök en ekki að menn hlaupi ekki í vörn Hann minntist sérstaklega á Aaron Wan-Bissaka, Fred, Harry Maguire og Marcus Rashford sem hefðu valdið honum vonbrigðum í gær en gagnrýndi einnig fleiri. „Menn verða að sýna smá stolt. Það hlýtur að koma á einhverju stigi. Ég get fyrirgefið mistök en ekki að menn hlaupi ekki aftur í vörn. Ég gæti nefnt fimm eða sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United að mínu mati. Þetta var skammarlegt. Alveg skammarlegt,“ sagði Keane. Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir City í öruggum 4-1 sigri þar sem United-menn áttu ekki eitt einasta skot allan seinni hálfleikinn. „Þeir gáfust upp. Fyrir leikmann í grannaslag eða hvaða leik sem er þá er það óverjanlegt,“ sagði Keane á Sky Sports. Manchester United have failed to have a single shot in the second half of a Premier League game just two times in the last six seasons: vs. Liverpool (2017) vs. Man City (2022)Embarrassing. pic.twitter.com/SFraDRQVmK— Squawka Football (@Squawka) March 6, 2022 „Fegurðin við leiki á hæsta stigi er að það er hvergi hægt að fela sig. Við sáum öll hvað upp á vantaði hjá United. Það er hægt að tapa fótboltaleik með ýmsum hætti en United tapaði með því að leikmenn hættu að hlaupa og gáfust upp. Ég botna ekkert í því að leikmenn hlaupi ekki aftur til að verjast,“ sagði Keane. „Svo langt á eftir hinum liðunum“ „Stjórinn mun fá sína gagnrýni fyrir taktík en það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn sem spila fyrir Manchester United hlaupi ekki í vörn. Þeir hentu inn handklæðinu og það er skammarlegt. Þetta er erfitt þegar maður er að mæta virkilega góðu liði. En menn verða að hlaupa til baka – verða að tækla. Þetta sýnir hvar liðið og félagið er statt. Það er svo langt á eftir hinum liðunum,“ sagði Keane. Fyrirgefur mistök en ekki að menn hlaupi ekki í vörn Hann minntist sérstaklega á Aaron Wan-Bissaka, Fred, Harry Maguire og Marcus Rashford sem hefðu valdið honum vonbrigðum í gær en gagnrýndi einnig fleiri. „Menn verða að sýna smá stolt. Það hlýtur að koma á einhverju stigi. Ég get fyrirgefið mistök en ekki að menn hlaupi ekki aftur í vörn. Ég gæti nefnt fimm eða sex leikmenn sem ættu aldrei aftur að spila fyrir Man. United að mínu mati. Þetta var skammarlegt. Alveg skammarlegt,“ sagði Keane.
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira