Lífið

Ferðast aftur í tímann til að finna ástina í nýjum raunveruleikaþætti

Elísabet Hanna skrifar
Nicole Rémy að nútíma stefnumót hafi ekki verið að virka fyrir sig.
Nicole Rémy að nútíma stefnumót hafi ekki verið að virka fyrir sig. Skjáskot/Instagram

Stefnumótaþáttur í anda Bachelor- og Bridgerton þáttanna hefur hafið göngu sína og ber hann nafnið The courtship. Þátttakendur gerast vonbiðlar einnar heppnar stúlku og þurfa að heilla hana og fjölskylduna hennar upp úr skónnum í gömlum enskum kastala.

Til þess að fá almennilega innlifun á breska ríkisstjóratímabilið þurfa vonbiðlarnir einnig að læra að sitja á hestbaki, skylmingar og að skjóta úr bogum svo eitthvað sé nefnt. Allir í þáttunum voru klæddir í búninga daglega til þess að passa inn í tímabilið og lýsa þátttakendur upplifuninni eins og að stíga inn í Jane Austen skáldsögu.

Rick Edwards er kynnir þáttanna og Nicole Rémy er fyrsta hefðardaman sem leitar að maka við slíkar aðstæður og verður áhugavert að sjá hvernig það gengur. Sextán menn mættu til þess að reyna að vinna hjarta hennar með ástarbréfum og göngum í garðinum. Bachelor og Bridgerton þættirnir hafa vakið mikla lukku í sitthvoru lagi en það mun koma í ljós hvernig það gengur að samtvinna hugmyndirnar. 


Tengdar fréttir

Há­dramatísk rósa­af­hending Bachelor fór fram í Hörpu

Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×