Sveiflu­kennt gengi Totten­ham heldur á­fram: Völtuðu yfir E­ver­ton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tottenham lék á alls oddi í kvöld.
Tottenham lék á alls oddi í kvöld. EPA-EFE/ANDY RAIN

Það er fátt erfiðara en að spá fyrir um hvernig leikir Tottenham Hotspur fara. Liðið vann 5-0 sigur á Everton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Gengi Tottenham hefur verið vægast sagt sveiflukennt undanfarið. Lærisveinar Antonios Conte: 

  • Unnu 3-2 sigur á Leicester City þann 19. janúar. 
  • Töpuðu2-0 gegn Chelsea
  • Unnu 3-1 sigur á Brighton & Hove Albion
  • Töpuðu 3-2 fyrir Southampton 
  • Töpuðu 2-0 fyrir Wolves
  • Unnu 3-2 sigur á Englandsmeisturum Manchester City
  • Töpuðu 1-0 fyrir Burnley
  • Unnu 4-0 sigur á Leeds United
  • Töpuðu 1-0 gegn B-deildarliði Middlesbrough í FA-bikarnum
  • Unnu 5-0 sigur á Everton

Miðað við gengið undanfarið mátti búast við sigri í kvöld og sá var vægast sagt öruggur. Michael Keane varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 14. mínútu, Son Heung-Min tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar og Harry Kane skoraði þriðja mark Tottenham Hotspur áður en fyrri hálfleikur var úti.

Sergio Reguilon bætti við fjórða markinu strax í upphafi síðari hálfleiks og Kane bætti við fimmta markinu ekki löngu síðar. Eftir það virtust heimamenn taka fótinn af bensíngjöfinni og fleiri urðu mörkin því ekki að sinni, lokatölur 5-0.

Tottenham er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 45 stig eftir 26 stig eða jafn mörg og West Ham er með í 6. sæti eftir að hafa leikið 28 leiki. Manchester United er svo í 5. sæti með 47 stig eftir að hafa leikið 28 leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira