Byggðaþróun og ábyrgð stórfyrirtækja Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifar 7. mars 2022 16:01 Suma daga slær landsbyggðarhjartað mitt hraðar en aðra. Fréttir síðustu daga og vikna af ákvörðunum stórra fyrirtækja um lokun starfstöðva í mínu heimahéraði og víðar á landsbyggðinni hafa gert mig mjög hugsi. Okkur er tíðrætt um samfélagslega ábyrgð í rekstri fyrirtækja, ábyrgar fjárfestingar og lágmörkun umhverfisáhrifa. Þetta eru mikilvæg málefni - en hvað með ábyrgð fyrirtækja á byggðarþróun? Störf sem vinna má hvar sem er Lokanir útibúa á landsbyggðinni eru nær alltaf réttlættar með tækniframförum og mikilli fækkun komu þjónustuþega á starfstöðvar. Vissulega er rétt að þörfin á opnum þjónustuborðum hefur minnkað mikið og mun sennilega með tímanum hverfa alveg. Engu að síður er og verða til staðar hjá umræddum fyrirtækjum þörf fyrir þjónustufulltrúa, bakvinnslu, tæknimenn og sérfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Flestum ef ekki öllum þessum störfum má sinna hvar sem er, með góðri internettenginu. Því tel ég engin haldbær rök fyrir því að þjappa umræddum störfum öllum á höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðin tekur höggið Samkvæmt ársskýrslu Arion banka sem rekur útibú á Hellu hefur starfsmönnum bankans á landsvísu fækkað um 30% frá árinu 2014 til ársins 2021 en á sama tíma hefur starfsmönnum útibúsins á Hellu fækkað um 80%. Á sama tíma og VÍS lokaði nær öllum útibúum sínum á landsbyggðinni árið 2018, þar á meðal á Hvolsvelli og Hellu, birtust auglýsingar þar sem VÍS óskaði eftir nýjum starfsmönnum í þjónustuver sitt í höfuðborginni. Samkvæmt tölum úr ársreikningum félagsins árin 2017 og 2018 fjölgaði stöðugildum VÍS um 9 milli ára. Hefði ekki mátt sinna einhverjum þeirra á landsbyggðinni? Banki allra landsmanna? Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sl. haust hélt Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans fyrirlestur undir nafninu „Nýir tímar í fjármálaþjónustu“. Spurð út í starfsemi Landsbankans á landsbyggðinni svaraði hún „það er ekki fýsilegt fyrir okkur að vera með stóra starfstaði á mörgum stöðum“ og þar á eftir kom „viljum ekki að starfstöðvar verði það litlar að þetta verði mjög erfitt fyrir starfsfólk að vinna á slíkum stöðum“. Undirrituð getur ekki skilið þessi orð bankastjórans á annan hátt en svo að eina leiðin til að reka Landsbankann á nýjum tímum sé að hafa alla starfsemina á einum stað í 101 Reykjavík. Einnig kallaði hún störf án staðsetningar tískuorð og þau hentuðu almennt fremur illa bæði viðskiptavinum og starfsfólki, en þó gengju þau „stundum vel“. Ég ætla að leyfa mér að efast um að Landsbankinn standi undir nafni sem banki allra landsmanna miðað við þessi svör bankastjórans. Upptöku af fyrirlestri og fyrirspurnum má finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir áhugasama. Það eru tækifæri á landsbyggðinni Stjórnendur stórra fyrirtækja þurfa að opna augu sín fyrir tækifærum á landsbyggðinni. Tækifæri sem eru ekki bara samfélagsleg heldur einnig arðbær ef betur er að gáð. Atvinnuhúsnæði er almennt ódýrara á landsbyggðinni, með lægri fasteignagjöldum og rekstrarkostnaði. Starfsmannavelta er oftar en ekki töluvert minni á landsbyggðinni en á höfuðbogasvæðinu. Í því felst sparnaður því eins og stjórnendur þekkja er kostnaður við þjálfun nýrra starfsmanna hár. Landsbyggðin er full að mannauði sem fyrirtæki eru að fara á mis við. Þetta á ekki síst við núna þegar sífellt algengara verður að ungt menntað fjölskyldufólk flytji af höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina, enda mat margra að því fylgi aukin lífsgæði. Áskorun til stjórnenda Ég skora á stjórnendur stórra fyrirtækja á Íslandi að endurskoða afstöðu sína til landsbyggðarinnar og efla þar starfsemi sína með framsýni og hugrekki. Ég skora á þau að nýta mannauð, húsakost og nútímatækni og sjá tækifærin sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða, eitthvað sem mörgum leiðtogum hefur yfirsést á síðustu árum. Ég skora á þau að byggja upp starfsemi á landsbyggðinni í stað þess að leggja hana niður, taka samfélagslega ábyrgð og tryggja störf á landsbyggðinni. Kæru stjórnendur. Árið er 2022 og ef það er eitthvað sem covid hefur kennt okkur, þá er það að það skiptir ekki máli hvort góður starfsmaður sé staddur í 861 eða 105. Vinnunni er hægt að skila af sér hvar sem er. Höfundur er skrifstofu- og fjármálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vinnumarkaður Fjarvinna Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Suma daga slær landsbyggðarhjartað mitt hraðar en aðra. Fréttir síðustu daga og vikna af ákvörðunum stórra fyrirtækja um lokun starfstöðva í mínu heimahéraði og víðar á landsbyggðinni hafa gert mig mjög hugsi. Okkur er tíðrætt um samfélagslega ábyrgð í rekstri fyrirtækja, ábyrgar fjárfestingar og lágmörkun umhverfisáhrifa. Þetta eru mikilvæg málefni - en hvað með ábyrgð fyrirtækja á byggðarþróun? Störf sem vinna má hvar sem er Lokanir útibúa á landsbyggðinni eru nær alltaf réttlættar með tækniframförum og mikilli fækkun komu þjónustuþega á starfstöðvar. Vissulega er rétt að þörfin á opnum þjónustuborðum hefur minnkað mikið og mun sennilega með tímanum hverfa alveg. Engu að síður er og verða til staðar hjá umræddum fyrirtækjum þörf fyrir þjónustufulltrúa, bakvinnslu, tæknimenn og sérfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Flestum ef ekki öllum þessum störfum má sinna hvar sem er, með góðri internettenginu. Því tel ég engin haldbær rök fyrir því að þjappa umræddum störfum öllum á höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðin tekur höggið Samkvæmt ársskýrslu Arion banka sem rekur útibú á Hellu hefur starfsmönnum bankans á landsvísu fækkað um 30% frá árinu 2014 til ársins 2021 en á sama tíma hefur starfsmönnum útibúsins á Hellu fækkað um 80%. Á sama tíma og VÍS lokaði nær öllum útibúum sínum á landsbyggðinni árið 2018, þar á meðal á Hvolsvelli og Hellu, birtust auglýsingar þar sem VÍS óskaði eftir nýjum starfsmönnum í þjónustuver sitt í höfuðborginni. Samkvæmt tölum úr ársreikningum félagsins árin 2017 og 2018 fjölgaði stöðugildum VÍS um 9 milli ára. Hefði ekki mátt sinna einhverjum þeirra á landsbyggðinni? Banki allra landsmanna? Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sl. haust hélt Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans fyrirlestur undir nafninu „Nýir tímar í fjármálaþjónustu“. Spurð út í starfsemi Landsbankans á landsbyggðinni svaraði hún „það er ekki fýsilegt fyrir okkur að vera með stóra starfstaði á mörgum stöðum“ og þar á eftir kom „viljum ekki að starfstöðvar verði það litlar að þetta verði mjög erfitt fyrir starfsfólk að vinna á slíkum stöðum“. Undirrituð getur ekki skilið þessi orð bankastjórans á annan hátt en svo að eina leiðin til að reka Landsbankann á nýjum tímum sé að hafa alla starfsemina á einum stað í 101 Reykjavík. Einnig kallaði hún störf án staðsetningar tískuorð og þau hentuðu almennt fremur illa bæði viðskiptavinum og starfsfólki, en þó gengju þau „stundum vel“. Ég ætla að leyfa mér að efast um að Landsbankinn standi undir nafni sem banki allra landsmanna miðað við þessi svör bankastjórans. Upptöku af fyrirlestri og fyrirspurnum má finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir áhugasama. Það eru tækifæri á landsbyggðinni Stjórnendur stórra fyrirtækja þurfa að opna augu sín fyrir tækifærum á landsbyggðinni. Tækifæri sem eru ekki bara samfélagsleg heldur einnig arðbær ef betur er að gáð. Atvinnuhúsnæði er almennt ódýrara á landsbyggðinni, með lægri fasteignagjöldum og rekstrarkostnaði. Starfsmannavelta er oftar en ekki töluvert minni á landsbyggðinni en á höfuðbogasvæðinu. Í því felst sparnaður því eins og stjórnendur þekkja er kostnaður við þjálfun nýrra starfsmanna hár. Landsbyggðin er full að mannauði sem fyrirtæki eru að fara á mis við. Þetta á ekki síst við núna þegar sífellt algengara verður að ungt menntað fjölskyldufólk flytji af höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina, enda mat margra að því fylgi aukin lífsgæði. Áskorun til stjórnenda Ég skora á stjórnendur stórra fyrirtækja á Íslandi að endurskoða afstöðu sína til landsbyggðarinnar og efla þar starfsemi sína með framsýni og hugrekki. Ég skora á þau að nýta mannauð, húsakost og nútímatækni og sjá tækifærin sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða, eitthvað sem mörgum leiðtogum hefur yfirsést á síðustu árum. Ég skora á þau að byggja upp starfsemi á landsbyggðinni í stað þess að leggja hana niður, taka samfélagslega ábyrgð og tryggja störf á landsbyggðinni. Kæru stjórnendur. Árið er 2022 og ef það er eitthvað sem covid hefur kennt okkur, þá er það að það skiptir ekki máli hvort góður starfsmaður sé staddur í 861 eða 105. Vinnunni er hægt að skila af sér hvar sem er. Höfundur er skrifstofu- og fjármálastjóri.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar