Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin sagði upp samningi sínum við Rússa og styrkir Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bernardo Silva og félagar í toppliði Manchester City munu ekki sjást lengur í rússnesku sjónvarpi.
Bernardo Silva og félagar í toppliði Manchester City munu ekki sjást lengur í rússnesku sjónvarpi. Getty/Visionhaus

Rússar munu ekki fá að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lengur því forráðamenn liða ensku deildarinnar hafa ákveðið að segja upp samningi sínum við rússnesku rétthafana.

Auk þess að hætta að senda leiki til Rússlands þá munu ensku úrvalsdeildarfélögin sameinast um að styrkja fólkið í Úkraínu um eina milljón punda eða um 176 milljónir íslenskra króna.

Það tók aðeins fimmtán mínútur á fjögurra klukkutíma fundi félaganna að ákveða þessar aðgerðir en öll félög voru með henni.

Næstu leikir eru á fimmtudagskvöldið og enginn þeirra verður sýndur í Rússlandi.

Enska knattspyrnusambandið hefur einnig sagt upp sínum samningi við rússnesku rétthafana og því fá Rússar ekki að sjá ensku bikarkeppnina heldur.

Enska úrvalsdeildin fordæmir innrásina í Úkraínu og kallar eftir friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×