„Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 11:02 Jón Daði Böðvarsson og Wojciech Szczesny mættust í landsleik Íslands og Póllands 8. júní. Jón Daði spilaði svo varla fótbolta í sjö mánuði, eða þar til hann skoraði svo fyrir Ísland gegn Úganda og skipti yfir til Bolton frá Millwall í janúar. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson segir það hafa gert helling fyrir sig að byrja árið á að skora mark fyrir íslenska landsliðið, eftir að hafa ekki fengið að spila fótboltaleik í marga mánuði. Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Jón Daði, sem hefur blómstrað á ný eftir komuna til Bolton í janúar, fékk ekkert að spila hjá Millwall fyrri hluta þessarar leiktíðar. Hann missti því sæti sitt í íslenska landsliðshópnum og var ekkert með í haust. „Áminning um að maður gæti þetta ennþá“ Framherjinn fékk hins vegar sæti í landsliðinu í janúar, þegar margir leikmenn gátu eða máttu ekki gefa kost á sér vegna anna með félagsliðum, og skoraði í 1-1 jafntefli við Úganda. „Það að skora þetta mark hjálpaði manni svolítið mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina hjá Bolton. Maður fékk meira sjálfstraust og áminningu um að maður gæti þetta ennþá. Það hefur allt verið á uppleið síðan þá, sem er mjög kærkomið,“ segir Jón Daði sem lék gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar áður en hann byrjaði svo að spila með Bolton í ensku C-deildinni, þar sem hann skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld. „Rosalega skemmtilegt“ í ungu landsliði „Þessir landsleikir voru í sjálfu sér ekki merkilegir fyrir augað, vissulega æfingaleikir, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Það var mjög mikið af ungum leikmönnum þarna, mikið af mönnum að spila sína fyrstu leiki, og þetta var skemmtilegt „wake up call“ fyrir mann sjálfan. Ókei, maður er greinilega ekki lengur 22 ára og hlutverk manns aðeins að breytast. Það var bara gaman,“ segir hinn 29 ára gamli Jón Daði sem á að baki 62 A-landsleiki, var í stóru hlutverki á EM 2016 og lék einnig á HM 2018. Næstu landsleikir skarast á við leikjadagskrá Bolton Fram undan eru vináttulandsleikir gegn Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði en þeir leikir skarast á við leiki hjá Bolton í ensku C-deildinni. Það ætti þó ekki að koma að sök: „Landsliðið hefur alltaf réttinn á manni þannig að ef að kallið kemur þá mætir maður í landsliðsverkefnið,“ segir Jón Daði og bætir við: „Það er líka þannig að ef að þrír eða fleiri leikmenn í sama liði fara í landsliðsverkefni að þá er leikjum frestað, og ég held að það gæti einmitt orðið þannig hjá okkur.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti