Maðurinn látinn sem fékk grætt í sig svínshjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 15:31 Hjartaskurðlæknirinn Barthley Griffith og hjartaþeginn David Bennett. University of Maryland School of Medicine Fyrsta manneskjan í heiminum til að fá svínshjarta grætt í sig er látin. David Bennett, sem glímdi við banvænan hjartasjúkdóm, lifði í tvo mánuði eftir að hjartað var grætt í hann í skurðaðgerð í Bandaríkjunum. BBC greinir frá og hefur eftir læknum Bennett í Baltimore að ástand hans hafi byrjað að versna fyrir nokkrum dögum. Hann lést í gær 57 ára. Átta tíma aðgerð Skurðaðgerðin fór fram þann 7. janúar og var hún talin marka tímamót í læknavísindunum. Hún tók átta klukkustundir og var líðan Bennett með ágætum að henni lokinni. „Það býr til púls, það skapar þrýsting; það er hjartað hans,“ sagði Bartley Griffith, hjartalæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina. „Það gengur og lítur eðlilega út. Við erum gríðarlega ánægð en vitum ekki hvað gerist á morgun. Þetta hefur aldrei áður verið gert.“ Annaðhvort aðgerð eða dauði Bennett ákvað að slá til þegar Griffith leitaði til hans með hugmyndina. Bennett þjáðist af hjartasjúkdóm sem hefði leitt hann til dauða. Allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað var að hann fengi líffæri úr manni. „Það var annað hvort að deyja eða gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Bennett fyrir aðgerðina. „Ég vil lifa. Ég veit að þetta er áhættusamt en fyrir mig er þetta lokaúrræðið.“ Dyr að opnast en langur vegur eftir David Klassen, líffæraskurðlæknir og yfirlæknir United Network for Organ sharing, sagði í viðtali við New York Yimes í janúar að dyr væru að opnast sem hann teldi að myndu leiða til stórfelldra breytinga í því hvernig líffærabilanir yrðu meðhöndlaðar. Hann varaði þó við því að enn ætti eftir að yfirstíga margar hindranir og benti á að oftsinnis hafni líffæraþegar nýjum líffærum jafnvel þótt þau séu úr manneskju og hafi verið metinn þannig að þau hæfðu þeganum. „Það er mikið gert úr svona viðburðum í fjölmiðlum og það er mikilvægt að horfa á þetta í samhengi,“ sagði Klassen. „Það tekur langan tíma að fullþróa meðferð sem þessa.“ Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
BBC greinir frá og hefur eftir læknum Bennett í Baltimore að ástand hans hafi byrjað að versna fyrir nokkrum dögum. Hann lést í gær 57 ára. Átta tíma aðgerð Skurðaðgerðin fór fram þann 7. janúar og var hún talin marka tímamót í læknavísindunum. Hún tók átta klukkustundir og var líðan Bennett með ágætum að henni lokinni. „Það býr til púls, það skapar þrýsting; það er hjartað hans,“ sagði Bartley Griffith, hjartalæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina. „Það gengur og lítur eðlilega út. Við erum gríðarlega ánægð en vitum ekki hvað gerist á morgun. Þetta hefur aldrei áður verið gert.“ Annaðhvort aðgerð eða dauði Bennett ákvað að slá til þegar Griffith leitaði til hans með hugmyndina. Bennett þjáðist af hjartasjúkdóm sem hefði leitt hann til dauða. Allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað var að hann fengi líffæri úr manni. „Það var annað hvort að deyja eða gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Bennett fyrir aðgerðina. „Ég vil lifa. Ég veit að þetta er áhættusamt en fyrir mig er þetta lokaúrræðið.“ Dyr að opnast en langur vegur eftir David Klassen, líffæraskurðlæknir og yfirlæknir United Network for Organ sharing, sagði í viðtali við New York Yimes í janúar að dyr væru að opnast sem hann teldi að myndu leiða til stórfelldra breytinga í því hvernig líffærabilanir yrðu meðhöndlaðar. Hann varaði þó við því að enn ætti eftir að yfirstíga margar hindranir og benti á að oftsinnis hafni líffæraþegar nýjum líffærum jafnvel þótt þau séu úr manneskju og hafi verið metinn þannig að þau hæfðu þeganum. „Það er mikið gert úr svona viðburðum í fjölmiðlum og það er mikilvægt að horfa á þetta í samhengi,“ sagði Klassen. „Það tekur langan tíma að fullþróa meðferð sem þessa.“
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14