Chelsea vann öruggan sigur gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea vann góðan sigur gegn Norwich í kvöld.
Chelsea vann góðan sigur gegn Norwich í kvöld. Julian Finney/Getty Images

Leikmennn Chelsea létu fréttir af eiganda félagsins ekki hafa áhrif á sig er liðið heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea tók forystuna snemma leiks og vann að lokum öruggan 3-1 sigur.

Það var varnarmaðurinn Trevoh Chalobah sem kom Chelsea yfir strax á þriðju mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu Mason Mount í netið áður en sá síðarnefndi tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar.

Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en heimamenn í Norwich fengu líflínu þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Trevoh Chalobah handlék þá knöttinn innan vítateigs og eftir skoðun myndbandsdómara var vítaspyrna dæmd. Teemu Pukki fór á punktinn og minnkaði muninn fyrir heimamenn með öruggri spyrnu.

Gestirnir í Chelsea létu mark heimamanna ekki slá sig út af laginu og Kai Havertz gulltryggði 3-1 sigur Chelsea á lokamínútu venjulegs leiktíma eftir undirbúning frá N'Golo Kante.

Chelsea situr sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar með 56 stig eftir 27 leiki, 13 stigum á eftir toppliði Manchester City. Norwich situr hins vegar sem fastast á botni deildarinnar með 17 stig eftir 28 leiki, fimm stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira