Bæði mörk leiksins voru skoruð með stuttu millibili í síðari hálfleik, en það voru þeir Aaron Boupendza og Youssef Msakni sem sáu um markaskorun Al Arabi í dag.
Aron og félagar eru nú taplausir í seinustu fjórum leikjum og hafa þar af unnið þrjá af þessum seinustu fjórum.
Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með 36 stig eftir 22 leiki. ellefu stigum meira en Umm-Salal sem situr tveimur sætum neðar.