Á von á svefnlausum nóttum eftir erfiða byrjun í nýju starfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2022 14:00 Jesse Marsch hefur ekki fengið neina draumabyrjun í starfi knattspyrnustjóra Leeds United. getty/George Wood Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, á ekki von á því að sofa mikið á næstunni eftir slaka byrjun liðsins undir hans stjórn. Leeds tapaði 0-3 fyrir Aston Villa á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Marschs án þess að skora mark. Bandaríkjamaðurinn tók við Leeds af Marcelo Bielsa í síðustu viku. Þrátt fyrir erfiða byrjun er Marsch hvergi banginn og ætlar að leggja líf og sál í að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni. „Eina sem ég get lofað ykkur er að ég hræðist ekki verkefnið. Stundum finnst mér gott að vera með bakið upp við vegg. Að mínu mati snýst þessi bransi ekki um hversu góður þú ert þegar allt gengur vel heldur hversu góður þú ert þegar staðan er mjög erfið,“ sagði Marsch á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Staðan er klárlega erfið. Svo ég sef ekki mikið í nótt. Ég lofa ykkur því. En ég fer gaumgæfilega yfir þetta og geri allt til að liðið komi aftur til baka svo við getum sýnt mun betri frammistöðu á sunnudaginn og hún mun frekar sýna hverjir við erum.“ Leeds tekur á móti Norwich City í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni á sunnudaginn. Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Everton og Burnley, liðin í 17. og 18. sæti, eiga bæði leiki til góða á Leeds. Marsch segir að leikmenn Leeds megi ekki óttast að spila á heimavelli, fyrir ástríðufulla stuðningsmenn liðsins. „Ég hafði heyrt mikið um stuðninginn á Elland Road og hann var stórkostlegur allt frá upphafsflautinu. En þú sást líka að leikmennirnir vildu gera svo vel, fyrir hvorn annan, félagið og stuðningsmennina, að það jók pressuna á þá,“ sagði Marsch. „Svo við þurfum að vera rólegir og standa við það. Og vita þegar við stígum inn á völlinn að ótti leiðir af sér mistök. Hann forðar okkur ekki frá þeim. Við verðum að vera óttalausir. Við þurfum að sækja og fara á eftir andstæðingnum. Það er stærsta lexían frá þessum leik.“ Enski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Leeds tapaði 0-3 fyrir Aston Villa á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Marschs án þess að skora mark. Bandaríkjamaðurinn tók við Leeds af Marcelo Bielsa í síðustu viku. Þrátt fyrir erfiða byrjun er Marsch hvergi banginn og ætlar að leggja líf og sál í að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni. „Eina sem ég get lofað ykkur er að ég hræðist ekki verkefnið. Stundum finnst mér gott að vera með bakið upp við vegg. Að mínu mati snýst þessi bransi ekki um hversu góður þú ert þegar allt gengur vel heldur hversu góður þú ert þegar staðan er mjög erfið,“ sagði Marsch á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Staðan er klárlega erfið. Svo ég sef ekki mikið í nótt. Ég lofa ykkur því. En ég fer gaumgæfilega yfir þetta og geri allt til að liðið komi aftur til baka svo við getum sýnt mun betri frammistöðu á sunnudaginn og hún mun frekar sýna hverjir við erum.“ Leeds tekur á móti Norwich City í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni á sunnudaginn. Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Everton og Burnley, liðin í 17. og 18. sæti, eiga bæði leiki til góða á Leeds. Marsch segir að leikmenn Leeds megi ekki óttast að spila á heimavelli, fyrir ástríðufulla stuðningsmenn liðsins. „Ég hafði heyrt mikið um stuðninginn á Elland Road og hann var stórkostlegur allt frá upphafsflautinu. En þú sást líka að leikmennirnir vildu gera svo vel, fyrir hvorn annan, félagið og stuðningsmennina, að það jók pressuna á þá,“ sagði Marsch. „Svo við þurfum að vera rólegir og standa við það. Og vita þegar við stígum inn á völlinn að ótti leiðir af sér mistök. Hann forðar okkur ekki frá þeim. Við verðum að vera óttalausir. Við þurfum að sækja og fara á eftir andstæðingnum. Það er stærsta lexían frá þessum leik.“
Enski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira