Kannski er meira á bak við lífið en efnið lætur uppi Gunnar Jóhannesson skrifar 12. mars 2022 15:00 Lengi vel var það mál margra að með nútímavæðingu mannlegs lífs, aukinni tæknivæðingu, vísindalegri þekkingu og veraldarhyggju almennt myndi trú og trúhneigð óhjákvæmilega þoka hratt og örugglega og á endanum hverfa úr mannlegu samfélagi. Hinn upplýsti maður þyrfti ekki á neinni guðstrú að halda og væri hann upplýstur og menntaður yfirleitt mundi hann ekki vilja trú af neinum toga. Ljóst er að þetta hefur ekki gengið eftir, eins og ýmsar mann- og félagsfræðilegar rannsóknir í gegnum árin hafa staðfest. Þvert á móti. Þótt fólki sem samsamar sig eða skipar sér í hóp tiltekinna trúfélaga hefur fækkað, og muni að líkindum áfram fækka tímabundið, er trú sannarlega lifandi veruleiki sem er í sókn þegar litið er yfir allan heiminn. Og trúuðu fólki sem slíku er síst að fækka enda þótt skilin á milli trúaðra og hinna guðlausu og efafullu séu skarpari nú en áður var. Raunin virðist sú að fólk trúir og leitar í trú nú sem fyrr enda þótt leiðir fólks að trú hafi tekið breytingum. Hið svokallaða nýja-guðleysi sem Richard Dawkins fór fyrir, og var fyrirferðamikið fyrir einhverjum árum, má sjá sem andsvar við og staðfestingu á lifandi og virkri trú sem dafnar og eflist í samfélagi fólks. Margt bendir líka til þess að með áframhaldandi þróun verði það veraldarhyggjan sem fjara muni undan á 21. öldinni. Þannig hefur kristin trú, svo dæmi sé tekið, verið í gríðarlegri og áður óþekktri sókn í Afríku og Kína og mun sú þróun ein breyta ásýnd kristindómsins á heimsvísu í náinni framtíðinni. Af hverju trú? Hvers vegna er þetta svona? Hvað veldur því að jafn margir líta á guðstrú sem raunhæfa og vitræna afstöðu til lífsins og tilverunnar? Af hverju vex og dafnar trú andspænis jafn mikilli veraldlegri andstöðu og raun ber vitni? Af því að fólk er fífl? eins og einhver sagði. Íhugulla svar mundi vera á þá leið að guðstrú samræmist upplifun og reynslu fólks af sjálfu sér og lífinu á þann hátt sem guðleysið og veraldarhyggjan gerir ekki. Með öðrum orðum að í hina veraldlegu visku og útskýringu á lífinu vanti eitt og annað sem fólk telur ómissandi hluta af því að lifa lífinu. Maður spyr sig kannski sjaldan að því hvað sitji eftir þegar lífið í sínu innsta og ysta eðli er veraldarvætt, jarðtengt ef svo er að segja, í krafti vísindanna, og Guð og hið yfirnáttúrulega er alfarið tekið út úr myndinni. Við leiðum ekki oft hugann að því hvað blasi við ef litið er svo á að saga lífsins og tilverunnar frá upphafi, þ.e. alls alheimsins, sé ekkert annað en frásögnin af því hvernig óútskýrð, blind náttúrulögmál hafa mótað dautt efni í tíma og rúmi allt til þess veruleika sem nú blasir við? – sem er raunin samkvæmt hinni veraldlegu visku! Hvað segir það um merkingu og tilgang lífsins, um eðli okkar sjálfra, hugsanir okkar, breytni, langanir og vilja, eða þau gildi sem við teljum dýrmætust og sjálfsögðust í lífi okkar? Ýmsir af þeim hugsuðum og fræðimönnum sem áður töluðu máli veraldar- og náttúruhyggjunnar hafa endurskoðað afstöðu sína, ekki síst vegna þess að veraldleg og vísindaleg nálgun á lífið rúmar einfaldlega ekki, og getur ekki gert grein fyrir, eðli þess að vera manneskja – nema að litlu leyti. Lengi vel var draumurinn sá að vísindaleg þekking mundi ekki bara ljúka upp eðli lífsins, tilgangi þess og merkingu, heldur leiða hið upplýsta mannkyn til farsældar og friðsældar í heimi án ófriðar og stríða og hörmunga. En raunin var önnur. Í köldu ljósi náttúruhyggjunnar er engan tilgang að finna á bak við lífið og vísindin bjóða auðvitað ekki heldur upp á forsendur til að ákvarða hvað er gott og illt, rétt og rangt. Vísindi hafa lagt margt upp í hendurnar á manninum, allt frá pensilíni til kjarnorku, en þau geta ekkert sagt um hvað sé siðferðilega rangt eða rétt að gera við afraksturinn. Loftslagsváin er samofin framgangi vísinda og tækni (og vitanlega mannlegu eðli), en hin siðferðilega vídd loftslagsvanda mannsins – eða annarra áskorana mannsins – er ekki spurning sem vísindi geta svarað. Með öðrum orðum segja vísindi okkur ekki hvað það er að vera góð manneskja. Ef hin vísindalega þekking sem við höfum komið okkur upp – sem margir leggja að jöfnu við sannleikann með stóru essi – er okkar eina leiðarljós þá getum við með engu móti réttlætt þá skoðun okkar að það sé rangt af fólki eða þjóðum að fara fram með ofríki og ofbeldi gegn öörum, svo dæmi sé tekið. Manngildi, jafnrétti, góðvild, samhyggð og umburðarlyndi birtast hvergi í niðurstöðum vísindalegra rannsókna og verða aldrei leidd af vísindalegum jöfnum og formúlum. En hvað er, samkvæmt visku veraldarhyggjunnar, siðferðisvitund mannsins og tilfinningar, vilji hans, breytni og hugsun, í guðvana heimi, alheimi sem er ekkert annað en tilviljunarkennd aukaafurð efnis og orku sem veltist um í tíma á valdi blindra og dauðra náttúruafla? Í raun eru þau þá ekkert annað en það, einungis tilviljunarkennd, efnisleg aukaafurð í formi erfðaefnis og taugaboða handan okkar stjórnar og vilja. Viska veraldarhyggjunnar kemur skýrt fram í orðum Richard Dawkins sem segir í einni bóka sinna: „Í alheimi blindra efnislegra lögmála náttúrunnar og erfðafræðilegrar fjölföldunar verða sumir hart leiknir en aðrir hafa heppnina með sér, og þú finnur hvorki ástæðu á bak við það né réttlæti. Alheimurinn, eins og hann blasir við, er einmitt eins og búast má við, ef það er þegar öllu er á botninn hvolft, engin hönnun, enginn tilgangur, ekkert illt og ekkert gott, aðeins blint miskunnarlaust tómlæti. DNA veit ekkert og lætur sig ekkert varða. DNA einfaldlega er og við dönsum í takt við það.“ Það er hins vegar óumdeilt að vísindi og vísindaleg þekking hafa verið ómissandi uppspretta mikilla gæða fyrir mannlegt samfélag (þó hið öndverða sé líka satt). En ein og sér geta þau aldrei verið manninum og samfélagi manna leiðarljós í gegnum lífið. Það sem vísindi gera er smætta fyrirbæri í viðráðanlegar einingar (m.a. manninn sjálfan). Vísindi geta staðhæft eitt og annað um efni og orku, en fátt annað. En ef allt þarf að eiga sér vísindalegar útskýringar og sannanir mundi það ekki aðeins þurrka Guð út úr myndinni heldur líka kærleika og hatur, frjálsan vilja, gott og illt, tilgang og merkingu. Eftir stæði heimur sem auðsjáanlega er ekki sá heimur sem við búum í, skynjum eða upplifum. Hin tilvistarlega vídd Enginn fer í gegnum lífið án þess að spyrja sig með einum eða öðrum hætti hvort „þetta“ sé öll sagan, allt sem er. Hvernig getur það verið, eins og einn guðleysinginn spurði sig oft að, að þessi heimur sé ekkert annað en afleiðing af tilviljunarkenndum hvelli? Hvernig má vera að það sé engin hönnun, engin hugsun, engin merking eða tilgangur á bak við hann? Getur verið að allt líf, líf hvers og eins – allt frá mínu lífi til þíns, lífi barnanna minna, allra barna fyrr og síðar –, sé með öllu þýðingarlaust þegar allt kemur til alls og bara dropi í haf þess gríðarmikla tóms og tómlætis sem alheimurinn er? Á bak við slíkar spurningar, sem vilja fjölga sér eftir því sem líður á æviskeið okkar, er ekki að finna beinlínis röksemdarfærslu fyrir tilvist Guðs (þótt þær séu vissulega til) heldur fremur innsæi eða tilfinningu, tilvistarlega grunsemd má segja. Ef til vill er meira á bak við lífið en þessi efnislegi heimur lætur uppi. Þessi grunsemd býr í flestum og flestir eiga reynslu af lífinu þar sem hún kemur upp á yfirborðið, oft kröftuglega. Stundum gerist eitthvað sem verður til þess að maður upplifir með svo greinilegum hætti eitthvað sem einungis er hægt að lýsa með orðinu gnægð. Maður upplifir skyndilega að heimurinn virðist fullur af merkingu, þrunginn af samræmi og fegurð sem brýst fram fyrir það sem „venjulega“ blasir við skilningarvitum okkar, og langt fram fyrir það sem vísindi geta nokkru sinni fært í orð. Fyrir langflestum er forvitnin um hinstu rök lífsins, um æðri málefni ef svo má segja, eðlislæg. Að ýta tilvistarlegum grunsemdum sínum frá sér er hins vegar lærð hegðun að miklu leyti. Og í nútíma vestrænu samfélagi er enginn skortur á þeim sem vilja kenna öðrum þá list og telja okkur trú um að við séum ekkert annað en efnisleg fyrirbæri frá upphafi til enda; að hinn innri heimur og innra líf sem við upplifum og skynjum (hvort sem talað er um sál eða anda eða eitthvað annað í því samhengi), uppspretta hugsana okkar, siðferðiskenndar, samhyggðar o.s.frv., sé ekkert en annað en afleiðing efnis og orku handan vilja okkar; að þegar við deyjum hættum við einfaldlega að vera til og að upplifun okkar af ást og fegurð, kærleika og góðvild sé einungis efna- og taugafræðilegs eðlis; og að ekkert rétt og rangt sé til fyrir utan það sem við sjálf ákvörðum og veljum í „huga“ okkar. Það er viska veraldarhyggjunnar. Af hverju upplifir fólk þörf fyrir trú? Í raun er spurningin ekki rétt orðuð þegar spurt er hvers vegna trú hefur lifað hinn svokallaða upplýsingatíma af og sækir enn á fólk og æ meira. Fólk trúir ekki á Guð vegna þess að það mætir einhverri tilfinningalegri þörf heldur vegna þess að guðstrú fellur betur en guðleysið að upplifun þeirra af heiminum, lífinu og sjálfu sér. Eins og C.S. Lewis orðaði það: „Ég trúi á Guð eins og ég trúi því að sólin hafi risið upp. Ekki vegna þess að ég sé sólina, heldur af því að hún sýnir mér allt annað.” Höfundur er prestur Árborgarprestakalls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel var það mál margra að með nútímavæðingu mannlegs lífs, aukinni tæknivæðingu, vísindalegri þekkingu og veraldarhyggju almennt myndi trú og trúhneigð óhjákvæmilega þoka hratt og örugglega og á endanum hverfa úr mannlegu samfélagi. Hinn upplýsti maður þyrfti ekki á neinni guðstrú að halda og væri hann upplýstur og menntaður yfirleitt mundi hann ekki vilja trú af neinum toga. Ljóst er að þetta hefur ekki gengið eftir, eins og ýmsar mann- og félagsfræðilegar rannsóknir í gegnum árin hafa staðfest. Þvert á móti. Þótt fólki sem samsamar sig eða skipar sér í hóp tiltekinna trúfélaga hefur fækkað, og muni að líkindum áfram fækka tímabundið, er trú sannarlega lifandi veruleiki sem er í sókn þegar litið er yfir allan heiminn. Og trúuðu fólki sem slíku er síst að fækka enda þótt skilin á milli trúaðra og hinna guðlausu og efafullu séu skarpari nú en áður var. Raunin virðist sú að fólk trúir og leitar í trú nú sem fyrr enda þótt leiðir fólks að trú hafi tekið breytingum. Hið svokallaða nýja-guðleysi sem Richard Dawkins fór fyrir, og var fyrirferðamikið fyrir einhverjum árum, má sjá sem andsvar við og staðfestingu á lifandi og virkri trú sem dafnar og eflist í samfélagi fólks. Margt bendir líka til þess að með áframhaldandi þróun verði það veraldarhyggjan sem fjara muni undan á 21. öldinni. Þannig hefur kristin trú, svo dæmi sé tekið, verið í gríðarlegri og áður óþekktri sókn í Afríku og Kína og mun sú þróun ein breyta ásýnd kristindómsins á heimsvísu í náinni framtíðinni. Af hverju trú? Hvers vegna er þetta svona? Hvað veldur því að jafn margir líta á guðstrú sem raunhæfa og vitræna afstöðu til lífsins og tilverunnar? Af hverju vex og dafnar trú andspænis jafn mikilli veraldlegri andstöðu og raun ber vitni? Af því að fólk er fífl? eins og einhver sagði. Íhugulla svar mundi vera á þá leið að guðstrú samræmist upplifun og reynslu fólks af sjálfu sér og lífinu á þann hátt sem guðleysið og veraldarhyggjan gerir ekki. Með öðrum orðum að í hina veraldlegu visku og útskýringu á lífinu vanti eitt og annað sem fólk telur ómissandi hluta af því að lifa lífinu. Maður spyr sig kannski sjaldan að því hvað sitji eftir þegar lífið í sínu innsta og ysta eðli er veraldarvætt, jarðtengt ef svo er að segja, í krafti vísindanna, og Guð og hið yfirnáttúrulega er alfarið tekið út úr myndinni. Við leiðum ekki oft hugann að því hvað blasi við ef litið er svo á að saga lífsins og tilverunnar frá upphafi, þ.e. alls alheimsins, sé ekkert annað en frásögnin af því hvernig óútskýrð, blind náttúrulögmál hafa mótað dautt efni í tíma og rúmi allt til þess veruleika sem nú blasir við? – sem er raunin samkvæmt hinni veraldlegu visku! Hvað segir það um merkingu og tilgang lífsins, um eðli okkar sjálfra, hugsanir okkar, breytni, langanir og vilja, eða þau gildi sem við teljum dýrmætust og sjálfsögðust í lífi okkar? Ýmsir af þeim hugsuðum og fræðimönnum sem áður töluðu máli veraldar- og náttúruhyggjunnar hafa endurskoðað afstöðu sína, ekki síst vegna þess að veraldleg og vísindaleg nálgun á lífið rúmar einfaldlega ekki, og getur ekki gert grein fyrir, eðli þess að vera manneskja – nema að litlu leyti. Lengi vel var draumurinn sá að vísindaleg þekking mundi ekki bara ljúka upp eðli lífsins, tilgangi þess og merkingu, heldur leiða hið upplýsta mannkyn til farsældar og friðsældar í heimi án ófriðar og stríða og hörmunga. En raunin var önnur. Í köldu ljósi náttúruhyggjunnar er engan tilgang að finna á bak við lífið og vísindin bjóða auðvitað ekki heldur upp á forsendur til að ákvarða hvað er gott og illt, rétt og rangt. Vísindi hafa lagt margt upp í hendurnar á manninum, allt frá pensilíni til kjarnorku, en þau geta ekkert sagt um hvað sé siðferðilega rangt eða rétt að gera við afraksturinn. Loftslagsváin er samofin framgangi vísinda og tækni (og vitanlega mannlegu eðli), en hin siðferðilega vídd loftslagsvanda mannsins – eða annarra áskorana mannsins – er ekki spurning sem vísindi geta svarað. Með öðrum orðum segja vísindi okkur ekki hvað það er að vera góð manneskja. Ef hin vísindalega þekking sem við höfum komið okkur upp – sem margir leggja að jöfnu við sannleikann með stóru essi – er okkar eina leiðarljós þá getum við með engu móti réttlætt þá skoðun okkar að það sé rangt af fólki eða þjóðum að fara fram með ofríki og ofbeldi gegn öörum, svo dæmi sé tekið. Manngildi, jafnrétti, góðvild, samhyggð og umburðarlyndi birtast hvergi í niðurstöðum vísindalegra rannsókna og verða aldrei leidd af vísindalegum jöfnum og formúlum. En hvað er, samkvæmt visku veraldarhyggjunnar, siðferðisvitund mannsins og tilfinningar, vilji hans, breytni og hugsun, í guðvana heimi, alheimi sem er ekkert annað en tilviljunarkennd aukaafurð efnis og orku sem veltist um í tíma á valdi blindra og dauðra náttúruafla? Í raun eru þau þá ekkert annað en það, einungis tilviljunarkennd, efnisleg aukaafurð í formi erfðaefnis og taugaboða handan okkar stjórnar og vilja. Viska veraldarhyggjunnar kemur skýrt fram í orðum Richard Dawkins sem segir í einni bóka sinna: „Í alheimi blindra efnislegra lögmála náttúrunnar og erfðafræðilegrar fjölföldunar verða sumir hart leiknir en aðrir hafa heppnina með sér, og þú finnur hvorki ástæðu á bak við það né réttlæti. Alheimurinn, eins og hann blasir við, er einmitt eins og búast má við, ef það er þegar öllu er á botninn hvolft, engin hönnun, enginn tilgangur, ekkert illt og ekkert gott, aðeins blint miskunnarlaust tómlæti. DNA veit ekkert og lætur sig ekkert varða. DNA einfaldlega er og við dönsum í takt við það.“ Það er hins vegar óumdeilt að vísindi og vísindaleg þekking hafa verið ómissandi uppspretta mikilla gæða fyrir mannlegt samfélag (þó hið öndverða sé líka satt). En ein og sér geta þau aldrei verið manninum og samfélagi manna leiðarljós í gegnum lífið. Það sem vísindi gera er smætta fyrirbæri í viðráðanlegar einingar (m.a. manninn sjálfan). Vísindi geta staðhæft eitt og annað um efni og orku, en fátt annað. En ef allt þarf að eiga sér vísindalegar útskýringar og sannanir mundi það ekki aðeins þurrka Guð út úr myndinni heldur líka kærleika og hatur, frjálsan vilja, gott og illt, tilgang og merkingu. Eftir stæði heimur sem auðsjáanlega er ekki sá heimur sem við búum í, skynjum eða upplifum. Hin tilvistarlega vídd Enginn fer í gegnum lífið án þess að spyrja sig með einum eða öðrum hætti hvort „þetta“ sé öll sagan, allt sem er. Hvernig getur það verið, eins og einn guðleysinginn spurði sig oft að, að þessi heimur sé ekkert annað en afleiðing af tilviljunarkenndum hvelli? Hvernig má vera að það sé engin hönnun, engin hugsun, engin merking eða tilgangur á bak við hann? Getur verið að allt líf, líf hvers og eins – allt frá mínu lífi til þíns, lífi barnanna minna, allra barna fyrr og síðar –, sé með öllu þýðingarlaust þegar allt kemur til alls og bara dropi í haf þess gríðarmikla tóms og tómlætis sem alheimurinn er? Á bak við slíkar spurningar, sem vilja fjölga sér eftir því sem líður á æviskeið okkar, er ekki að finna beinlínis röksemdarfærslu fyrir tilvist Guðs (þótt þær séu vissulega til) heldur fremur innsæi eða tilfinningu, tilvistarlega grunsemd má segja. Ef til vill er meira á bak við lífið en þessi efnislegi heimur lætur uppi. Þessi grunsemd býr í flestum og flestir eiga reynslu af lífinu þar sem hún kemur upp á yfirborðið, oft kröftuglega. Stundum gerist eitthvað sem verður til þess að maður upplifir með svo greinilegum hætti eitthvað sem einungis er hægt að lýsa með orðinu gnægð. Maður upplifir skyndilega að heimurinn virðist fullur af merkingu, þrunginn af samræmi og fegurð sem brýst fram fyrir það sem „venjulega“ blasir við skilningarvitum okkar, og langt fram fyrir það sem vísindi geta nokkru sinni fært í orð. Fyrir langflestum er forvitnin um hinstu rök lífsins, um æðri málefni ef svo má segja, eðlislæg. Að ýta tilvistarlegum grunsemdum sínum frá sér er hins vegar lærð hegðun að miklu leyti. Og í nútíma vestrænu samfélagi er enginn skortur á þeim sem vilja kenna öðrum þá list og telja okkur trú um að við séum ekkert annað en efnisleg fyrirbæri frá upphafi til enda; að hinn innri heimur og innra líf sem við upplifum og skynjum (hvort sem talað er um sál eða anda eða eitthvað annað í því samhengi), uppspretta hugsana okkar, siðferðiskenndar, samhyggðar o.s.frv., sé ekkert en annað en afleiðing efnis og orku handan vilja okkar; að þegar við deyjum hættum við einfaldlega að vera til og að upplifun okkar af ást og fegurð, kærleika og góðvild sé einungis efna- og taugafræðilegs eðlis; og að ekkert rétt og rangt sé til fyrir utan það sem við sjálf ákvörðum og veljum í „huga“ okkar. Það er viska veraldarhyggjunnar. Af hverju upplifir fólk þörf fyrir trú? Í raun er spurningin ekki rétt orðuð þegar spurt er hvers vegna trú hefur lifað hinn svokallaða upplýsingatíma af og sækir enn á fólk og æ meira. Fólk trúir ekki á Guð vegna þess að það mætir einhverri tilfinningalegri þörf heldur vegna þess að guðstrú fellur betur en guðleysið að upplifun þeirra af heiminum, lífinu og sjálfu sér. Eins og C.S. Lewis orðaði það: „Ég trúi á Guð eins og ég trúi því að sólin hafi risið upp. Ekki vegna þess að ég sé sólina, heldur af því að hún sýnir mér allt annað.” Höfundur er prestur Árborgarprestakalls.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar